Körfubolti

Öruggur sigur Fjölnis á nýliðunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fjölnismenn unnu meistaraefnin í KR í fyrstu umferð.
Fjölnismenn unnu meistaraefnin í KR í fyrstu umferð. Mynd/Daníel
Fjölnir fer vel af stað í Domino's-deild karla en liðið hefur unnið báða leiki sína til þessa á tímabilinu. Fjölnismenn gerðu góða ferð til Ísafjarðar í kvöld.

Fjölnir vann öruggan sigur á KFÍ, 95-67, eftir að hafa verið með sautján stiga forystu í hálfleik, 53-36.

Árni Ragnarsson skoraði 22 stig fyrir Fjölni og tók tólf fráköst. Chris Matthews kom næstur með fimmtán stig en hjá KFÍ var Chris Miller-Williams stigahæstur með 20 stig en hann tók fimmtán fráköst þar að auki.

Fjórir leikir fara fram í Domino's-deild karla annað kvöld og annarri umferð lýkur svo með leik ÍR og Þórs á föstudagskvöldið.

KFÍ - Fjölnir 67-95 (27-30, 9-23, 10-16, 21-26)

KFÍ: Christopher Miller-Williams 20/15 fráköst, Bradford Harry Spencer 15/8 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 11/6 fráköst, Pance Ilievski 7, Stefán Diegó Garcia 7, Jón Hrafn Baldvinsson 5/5 fráköst, Guðmundur Jóhann Guðmundsson 2.

Fjölnir: Árni Ragnarsson 22/12 fráköst, Christopher Matthews 15/9 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 13, Arnþór Freyr Guðmundsson 12/6 fráköst, Sylverster Cheston Spicer 11/5 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 9/5 fráköst, Elvar Sigurðsson 5, Gunnar Ólafsson 4, Jón Sverrisson 2/6.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×