Golf

Birgir Leifur er enn með í baráttunni að komast á PGA mótaröðina

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, náði að komast í gegnum 1. stigið af alls þremur á úrtökumótinu fyrir bandarísku PGA mótaröðina í golfi. Birgir Leifur endaði í 16.- 18. sæti á Lake Caroline golfvallarsvæðinu í Mississippi á samtals 3 höggum undir pari vallar en þeir sem voru í 19. sæti sátu eftir með sárt ennið.

Birgir lék hringina fjóra á alls 277 höggum en par vallarins er 70 högg. Hann lék hringina fjóra á 69, 71, 68 og 69 höggum. Birgir hefur í nógu að snúast á úrtökumótunum á næstunni því 2. stig úrtökumótsins fyrir PGA mótaröðina fer fram um miðjan nóvember þar sem leikið verður á alls 6 völlum víðsvegar um Bandaríkin. Birgir komst í gegnum 1. stigið á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina sem fram fer 7.- 10. nóvember á fjórum keppnisstöðum á Spáni. Þar er keppnisfyrirkomulagið með svipuðum hætti og á úrtökumótaröðinni fyrir PGA mótaröðina.

Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum á eftir að spreyta sig á 1. stigi úrtökmótsins en hann mun leika Florence Country Club dagana 24. - 27. okt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×