Körfubolti

Stjörnumenn upp að hlið Snæfells á toppnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Justin Shouse var frábær í kvöld.
Justin Shouse var frábær í kvöld. Mynd/Valli
Stjarnan vann 20 stiga sigur á ÍR, 89-69, í Garðabæ í kvöld í 6. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta en þetta var þriðji deildarsigur Stjörnumanna í röð og skilar hann liðinu upp að hlið Snæfells á toppi deildarinnar.

Justin Shouse átti stórleik með Stjörnunni í kvöld en hann var með 26 stig, 13 stoðsendingar og 8 fráköst, Brian Mills bætti við 21 stigum og 13 fráköstum og Marvin Valdimarsson var með 17 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar.

Stjarnan var 26-15 yfir eftir fyrsta leikhlutann en það munaði aðeins þremur stigum í hálfleik, 42-39. ÍR náði að minnka muninn í sjö stig, 76-69, þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir en Stjörnuliðið skoraði þrettán síðustu stig leiksins og vann að lokum öruggan sigur.

Snæfell og Stjarnan eru bæði með tíu stig en Snæfell er ofar með betri árangur í innbyrðisleikjum.



Stjarnan-ÍR 89-69 (26-15, 16-24, 20-14, 27-16)

Stjarnan: Justin Shouse 26/8 fráköst/13 stoðsendingar, Brian Mills 21/13 fráköst/3 varin skot, Marvin Valdimarsson 17/7 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Dagur Kár Jónsson 8, Jovan Zdravevski 8, Fannar Freyr Helgason 6/9 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 3.

ÍR: Eric James Palm 19, Nemanja Sovic 17/11 fráköst, Isaac Deshon Miles 8/4 fráköst, Sveinbjörn Claessen 7/4 fráköst/5 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 7, Hjalti Friðriksson 6/10 fráköst, Ellert Arnarson 5.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×