Landsliðið í fimm tíma rútuferð: Veit ekki hvar í Evrópu við erum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2012 18:14 Guðjón Valur Sigurðsson Mynd/AFP Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, átti flottan leik í dag þegar liðið vann 37-30 sigur á Rúmeníu í öðrum leik sínum í undankeppni EM. Guðjón Valur skoraði 11 mörk í leiknum og var markahæstur í íslenska liðinu en hann hefur nú skorað 22 mörk í fyrstu tveimur leikjum liðsins í riðlinum. Landsliðsfyrirliðinn var ánægður með sigurinn en hann var hinsvegar ekki sáttur við þá ákvörðun rúmenska handboltalandsliðsins að spila leikinn langt í burtu frá höfuðborginni en hann og strákarnir þurftu að ferðast í yfir fimm tíma í rútu eftir að þeir lentu í Búkarest. „Ég veit einfaldlega ekki hvar í Evrópu við erum. Það var reynt að gera þetta eins erfitt fyrir okkur og hægt var. Við erum að ferðast fáránlega lengi og það er með ólíkindum að það sé leyfilegt að spila leik frá alþjóða flugvelli," sagði Guðjón Valur við Vísi í kvöld og var allt annað en sáttur. „Það þarf enginn að segja að það sé ekki til almennileg höll í Búkarest eða að hún sé ekki til í innan við klukkutíma akstursfjarlægð frá flugvellinum. Það hefði breytt öllu fyrir okkur því við erum að koma hérna inn á hótel í fyrradag um tvö til hálf þrjú um nóttina eftir að hafa lagt af stað klukkan fimm um morguninn frá Íslandi," sagði Guðjón Valur en íslensku strákarnir voru þá að gera sig klára fyrir aðra fimm tíma rútuferð til baka til Búkarest. „Við ákváðum bara að taka þessu sem ögrun og engu öðru. Þó svo að það sé verið að opna eitthver íþróttahús hjá okkur á Íslandi í fimm tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík þá held ég að það sé engin ástæða að fara með leik þangað þar sem er verið að spila um þátttökurétt á Evrópumóti. Þetta er ekki æfingaleikur og það er stíf dagskrá hjá okkur og lítill tími sem við höfum. Í þessari viku eyddum við sólarhring í ferðalag. Við erum síðan á leiðinni í rúmlega fimm tíma rútuferð til baka til Búkarest og svo fljúgum við klukkan sex eða sjö í fyrramálið," segir Guðjón Valur en hvað verður gert í rútunni á leiðinni. „Það verða engin skemmtiatriði í gangi en ég setti Þórir Ólafsson í fararstjórn því hann er sá eini af okkur sem er að spila í Austur-Evrópu. Hann verður bara að standa sig," sagði Guðjón Valur í léttum tón en þá má finna viðtal við kappann í Fréttablaðinu á morgun. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Rúmenía - Ísland 30-37 Íslenska handboltalandsliðið er með fullt hús í sínum riðli eftir nokkuð öruggan sjö marka sigur í Rúmeníu í dag, 37-30. Íslenska liðið var í vandræðum framan af leik en lék mun betur í seinni hálfleiknum og sigur liðsins var aldrei í hættu í lokin. 4. nóvember 2012 13:30 Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Enski boltinn Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, átti flottan leik í dag þegar liðið vann 37-30 sigur á Rúmeníu í öðrum leik sínum í undankeppni EM. Guðjón Valur skoraði 11 mörk í leiknum og var markahæstur í íslenska liðinu en hann hefur nú skorað 22 mörk í fyrstu tveimur leikjum liðsins í riðlinum. Landsliðsfyrirliðinn var ánægður með sigurinn en hann var hinsvegar ekki sáttur við þá ákvörðun rúmenska handboltalandsliðsins að spila leikinn langt í burtu frá höfuðborginni en hann og strákarnir þurftu að ferðast í yfir fimm tíma í rútu eftir að þeir lentu í Búkarest. „Ég veit einfaldlega ekki hvar í Evrópu við erum. Það var reynt að gera þetta eins erfitt fyrir okkur og hægt var. Við erum að ferðast fáránlega lengi og það er með ólíkindum að það sé leyfilegt að spila leik frá alþjóða flugvelli," sagði Guðjón Valur við Vísi í kvöld og var allt annað en sáttur. „Það þarf enginn að segja að það sé ekki til almennileg höll í Búkarest eða að hún sé ekki til í innan við klukkutíma akstursfjarlægð frá flugvellinum. Það hefði breytt öllu fyrir okkur því við erum að koma hérna inn á hótel í fyrradag um tvö til hálf þrjú um nóttina eftir að hafa lagt af stað klukkan fimm um morguninn frá Íslandi," sagði Guðjón Valur en íslensku strákarnir voru þá að gera sig klára fyrir aðra fimm tíma rútuferð til baka til Búkarest. „Við ákváðum bara að taka þessu sem ögrun og engu öðru. Þó svo að það sé verið að opna eitthver íþróttahús hjá okkur á Íslandi í fimm tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík þá held ég að það sé engin ástæða að fara með leik þangað þar sem er verið að spila um þátttökurétt á Evrópumóti. Þetta er ekki æfingaleikur og það er stíf dagskrá hjá okkur og lítill tími sem við höfum. Í þessari viku eyddum við sólarhring í ferðalag. Við erum síðan á leiðinni í rúmlega fimm tíma rútuferð til baka til Búkarest og svo fljúgum við klukkan sex eða sjö í fyrramálið," segir Guðjón Valur en hvað verður gert í rútunni á leiðinni. „Það verða engin skemmtiatriði í gangi en ég setti Þórir Ólafsson í fararstjórn því hann er sá eini af okkur sem er að spila í Austur-Evrópu. Hann verður bara að standa sig," sagði Guðjón Valur í léttum tón en þá má finna viðtal við kappann í Fréttablaðinu á morgun.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Rúmenía - Ísland 30-37 Íslenska handboltalandsliðið er með fullt hús í sínum riðli eftir nokkuð öruggan sjö marka sigur í Rúmeníu í dag, 37-30. Íslenska liðið var í vandræðum framan af leik en lék mun betur í seinni hálfleiknum og sigur liðsins var aldrei í hættu í lokin. 4. nóvember 2012 13:30 Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Enski boltinn Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira
Umfjöllun: Rúmenía - Ísland 30-37 Íslenska handboltalandsliðið er með fullt hús í sínum riðli eftir nokkuð öruggan sjö marka sigur í Rúmeníu í dag, 37-30. Íslenska liðið var í vandræðum framan af leik en lék mun betur í seinni hálfleiknum og sigur liðsins var aldrei í hættu í lokin. 4. nóvember 2012 13:30