Körfubolti

Þór og KFÍ skipta um Kana

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs.
Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs. Mynd/Valli
Þór úr Þorlákshöfn og KFÍ frá Ísafirði hafa bæði skipt um bandaríska leikmenn í sínum liðum.

Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, ákvað að skipta út Robert Diggs fyrir nýjan leikmann sem heitir David Jackson. Hann verður með liðinu í kvöld þegar að Þór tekur á móti Fjölni í Domino's-deild karla.

Benedikt sagði við karfan.is að Jackson væri fjölhæfur leikmaður sem væri sterkur varnarmaður. Hann útskrifaðist frá Penn State í fyrra og spilaði í Portúgal á síðustu leiktíð.

Þá spilaði nýr Kani með KFÍ í gær. Sá heitir Damier Pitts og kemur í stað BJ Spencer. Pitts skoraði sautján stig í gær auk þess að taka fimm fráköst og gefa fjórar stoðsendingar.

Þá er Hlynur Hreinsson aftur kominn til félagsins eftir dvöl í Danmörku. Hann spilaði með KFÍ í gær en skoraði ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×