Golf

Birgir Leifur á litla sem enga möguleika

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd/Daníel
Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG á afar litla möguleika á því að komast áfram á þriðja stig úrtökumótsins fyrir PGA-mótaröðina eftir að hann lék þriðja hringinn í Flórída á 70 höggum í dag. Birgir Leifur er í 67. sæti fyrir lokadaginn en tuttugu efstu kylfingarnir komast áfram.

Birgir Leifur lék þriðja hringinn á einu höggi undir pari og er á pari eftir 54 holur. Hann lék einnig fyrsta hringinn á 70 höggum en var tveimur höggum yfir pari á degi tvö.

Birgir Leifur spilaði vel á sextán af átján holum dagsins en holur 9 og 18 voru honum dýrkeyptar. Birgir Leifur tapaði þremur höggum á þessum tveimur holum en lék hinar sextán holur hringsins á fjórum höggum undir pari.

Kylfingarnir í 16. til 24. sæti hafa leikið þrjá fyrstu hringina á átta höggum undir pari og því þarf okkar maður á kraftaverki að halda til þess að komast í gegnum annað stigið og halda draumi sínum á lífi um að komast inn á PGA-mótaröðina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×