Handbolti

Lars Christiansen hafnaði Löwen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lars Christiansen lék lengi með Flensburg í Þýskalandi.
Lars Christiansen lék lengi með Flensburg í Þýskalandi. Nordic Photos / Getty Images
Lars Christiansen hafnaði tilboði frá þýska úrvalsdeildarfélaginu Rhein-Neckar Löwen, sem Guðmundur Guðmundsson þjálfar.

Um helgina varð Löwen fyrir miklu áfalli er Uwe Gensheimer sleit hásin í leik með liðinu. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari liðsins, leitaði því til Christiansen sem lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil en hann var einn besti vinstri hornamaður síðari ára.

„Þetta var gott tilboð og ég hugsaði málið alvarlega. En ég hef ekki spilað handbolta í fimm mánuði og þó svo að ég hafi haldið mér í formi finnst mér ég ekki tilbúinn að taka þátt í leik gegn besta handboltaliði heims eftir aðeins eina æfingu," sagði Christiansen við danska fjölmiðla.

Löwen mætir á morgun Kiel í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar en fyrrnefnda liðið er enn með fullt hús stiga eftir þrettán umferðir. Kiel hefur aðeins tapað einu stigi á tímabilinu til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×