Átján ára í átján mánaða fangelsi 23. október 2012 07:00 .. Átján ára unglingspiltur hefur verið dæmdur til 18 mánaða fangelsisvistar fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og íkveikju. Tveir aðrir, 25 og 24 ára, sem einnig voru ákærðir, voru dæmdir til fjögurra og sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir frelsissviptingu og umferðarlagabrot. Þeir voru hins vegar sýknaðir af ákæru um líkamsárás. Pilturinn sem þyngstan dóm hlaut var í október í fyrra dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir aðild sína í svokölluðu Black Pistons-máli. Í því hlutu forsprakki samtakanna og annar til þriggja og hálfs og þriggja ára dóm fyrir að svipta rúmlega tvítugan mann frelsi sínu í maí 2011, misþyrma honum hrottalega og reyna að kúga út úr honum fé. Árásin sem pilturinn og félagar hans tveir hafa nú verið dæmdir fyrir átti sér stað 15. janúar í fyrra, en þá var sá yngsti á sautjánda aldursári. Þeir eru í ákæru sagðir hafa ráðist á mann í íbúð í Grafarvogi, veist að honum ítrekað með spörkum í líkama hans og höfuð og gert sig líklega til að henda honum fram af svölum íbúðarinnar. Manninn höfðu þeir svo með sér út í bíl, en voru stöðvaðir af lögreglu á Gullinbrú. Vitni hafði séð til þeirra veitast að manninum á útistigagangi og hvar hann var „dreginn í tökum" út í bíl og ekið á brott með hann. Vitnið hringdi á lögreglu og gaf upp númerið á bílnum. Pilturinn var einnig ákærður fyrir að hafa hellt bensíni í og yfir bíl í Reykjanesbæ í fyrrasumar og borið eld að. Eldurinn breiddist út með þeim afleiðingum að bíllinn brann, sem og bílskúrshurð og gafl hússins sem hann stóð upp við. Sá sem sex mánaða dóm hlaut var einnig kærður fyrir að hafa ekið bílnum frá vettvangi árásarinnar án ökuskírteinis og undir áhrifum amfetamíns. Hann var sviptur ökurétti ævilangt. Þá var þeim sem hlaut fjögurra mánaða dóm gert að sök að hafa í tvígang í byrjun síðasta árs ekið bíl án réttinda og undir áhrifum kannabisefna. Hann missti prófið í tvö ár. Mennirnir neituðu sök í aðalákærunni sem sneri að árásinni og frelsissviptingunni, en játuðu önnur brot sem þeir voru ákærðir fyrir. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Átján ára unglingspiltur hefur verið dæmdur til 18 mánaða fangelsisvistar fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og íkveikju. Tveir aðrir, 25 og 24 ára, sem einnig voru ákærðir, voru dæmdir til fjögurra og sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir frelsissviptingu og umferðarlagabrot. Þeir voru hins vegar sýknaðir af ákæru um líkamsárás. Pilturinn sem þyngstan dóm hlaut var í október í fyrra dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir aðild sína í svokölluðu Black Pistons-máli. Í því hlutu forsprakki samtakanna og annar til þriggja og hálfs og þriggja ára dóm fyrir að svipta rúmlega tvítugan mann frelsi sínu í maí 2011, misþyrma honum hrottalega og reyna að kúga út úr honum fé. Árásin sem pilturinn og félagar hans tveir hafa nú verið dæmdir fyrir átti sér stað 15. janúar í fyrra, en þá var sá yngsti á sautjánda aldursári. Þeir eru í ákæru sagðir hafa ráðist á mann í íbúð í Grafarvogi, veist að honum ítrekað með spörkum í líkama hans og höfuð og gert sig líklega til að henda honum fram af svölum íbúðarinnar. Manninn höfðu þeir svo með sér út í bíl, en voru stöðvaðir af lögreglu á Gullinbrú. Vitni hafði séð til þeirra veitast að manninum á útistigagangi og hvar hann var „dreginn í tökum" út í bíl og ekið á brott með hann. Vitnið hringdi á lögreglu og gaf upp númerið á bílnum. Pilturinn var einnig ákærður fyrir að hafa hellt bensíni í og yfir bíl í Reykjanesbæ í fyrrasumar og borið eld að. Eldurinn breiddist út með þeim afleiðingum að bíllinn brann, sem og bílskúrshurð og gafl hússins sem hann stóð upp við. Sá sem sex mánaða dóm hlaut var einnig kærður fyrir að hafa ekið bílnum frá vettvangi árásarinnar án ökuskírteinis og undir áhrifum amfetamíns. Hann var sviptur ökurétti ævilangt. Þá var þeim sem hlaut fjögurra mánaða dóm gert að sök að hafa í tvígang í byrjun síðasta árs ekið bíl án réttinda og undir áhrifum kannabisefna. Hann missti prófið í tvö ár. Mennirnir neituðu sök í aðalákærunni sem sneri að árásinni og frelsissviptingunni, en játuðu önnur brot sem þeir voru ákærðir fyrir. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira