Körfubolti

Nonni Mæju fékk flest atkvæði í stjörnuliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Stefán
Jón Ólafur Jónsson, Snæfelli, fékk flest atkvæði íslenskra leikmanna fyrir stjörnuleikinn í Domino's-deild karla. Byrjunarliðin voru tilkynnt í dag.

Jón Ólafur fékk alls 369 atkvæði en næstur kom KR-ingurinn Kristófer Acox með 322 atkvæði. Justin Shouse, Stjörnunni, var þriðji.

Icelandair-liðið, sem skipað er íslenskum leikmönnum, mætir Domino's-liðinu sem skipað er af erlendum leikmönnum.

Grindvíkingurinn Aaron Broussard fékk flest atkvæði í síðara liðið eða alls 520. Eric Palm, ÍR, kom næstur með 429 - rétt á undan Snæfellingnum Jay Threatt.

Stjörnuleikurinn fer fram í Ásgarði í Garðabæ þann 19. janúar næstkomandi.

Byrjunarliðin:

Icelandair-liðið:

Jón Ólafur Jónsson, Snæfelli (369)

Kristófer Acox, KR (322)

Justin Shouse, Stjörnunni (303)

Elvar Már Friðriksson, Njarðvík (272)

Martin Hermannsson, KR (217)

Domino's-liðið:

Aaron Broussard, Grindavík (520)

Eric Palm, ÍR (429)

Jay Threatt, Snæfelli (420)

Benjamin Curtis, Þór Þ. (383)

Marcus Van, Njarðvík (357)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×