Körfubolti

Herbert byrjar vel með ÍR-liðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Herbert Svavar Arnarson.
Herbert Svavar Arnarson. Mynd/Daníel
Herbert Svavar Arnarson byrjar vel sem þjálfari ÍR-inga en hann og Steinar Arason stýrðu botnliði ÍR til 26 stiga sigurs á Skallagrími, 96-70, í Hertz-hellinum í Seljaskóla í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. ÍR komst af botninum með þessum sigri en þar sitja nú Tindastólsmenn.

ÍR-liðið tapaði síðustu sex leikjum sínum undir stjórn Jóns Arnars Ingvarssonar en ÍR-ingar höfðu ekki unnið deildarleik síðan á Ísafirði í lok nóvember og heimaleikur hafði ekki unnist í Seljaskólanum síðan í byrjun nóvember.

Sveinbjörn Claessen átti mjög flottan leik hjá ÍR en hann var með 18 stig, 9 fráköst og 5 stosðendingar en stigahæstir voru þeir Eric Palm (26 stig) og Nemanja Sovic (22 stig).

Sigur ÍR-liðsins var mjög öruggur. ÍR-ingar unnu fyrsta leikhlutann 31-15 og voru 20 stigum yfir í hálfleik, 52-32. Þeir juku síðan muninn í þriðja leikhlutanum upp í 25 stig, 78-53.

Skallagrímsmenn léku bara með einn bandarískan leikmann eftir að þér ráku Haminn Quaintance á dögunum. Carlos Medlock var langatkvæðamestur í liðinu með 32 stig en Hörður Hreiðarsson kom næstur með 14 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×