Körfubolti

Sallie stoppaði stutt á Sauðárkróki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roburt Sallie.
Roburt Sallie. Mynd/NordicPhotos/Getty
Roburt Sallie náði aðeins að leika einn leik með Tindastól í Dominos-deild karla í körfubolta því stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur tekið þá ákvörðun að láta hinn nýja leikmann fara frá félaginu þrátt fyrir að það séu aðeins tvær vikur síðan að hann kom á Krókinn. Þetta kemur fram á Feykir.is.

Roburt Sallie var með 24 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar í sínum eina leik en Tindastóll tapaði þá með sjö stigum, 85-92, á móti KFÍ á Ísafirði.

Bakvörðurinn Drew Gibson hefur átt við meiðsli að stríða og var á heimleið en nú standa vonir til að hann geti beitt sér eitthvað líkt og hann gerði í leiknum a móti KR en þá átti hann stórgóðan leik þrátt fyrir að spila meiddur.

Hinn breski Tarick Johnson er nýr leikmaður Stólanna en hann er þriðji erlendi leikmaðurinn í liði Tindastóls. Tindastóll má þó aðeins nota tvo leikmenn inn á vellinum í einu.

Tindastóll mætir Fjölni á Króknum á föstudagskvöldið og þar mun Tarick Johnson spila sinn fyrsta leik. Tindastóll er í fallsæti en getur komist upp fyrir Fjölni með sigri í leiknum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×