Handbolti

Íslendingalið í góðum málum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rut Jónsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Rut Jónsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Stefán
Tvö Íslendingalið voru í eldlínunni í EHF-bikarkeppni kvenna í handbolta í dag.

Rut Jónsdóttir skoraði eitt mark þegar að danska liðið Team Tvis frá Holstebro vann Lada frá Rússlandi á heimavelli, 24-19. Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði ekki að þessu sinni fyrir Team Tvis.

Þá skoraði Hildigunnur Einarsdóttir tvö mörk fyrir Tertnes sem hafði betur gegn HAC Handball frá Frakklandi, 33-23. Leikurinn fór fram í Noregi. Tertnes sló Fram úr leik í 2. umferð keppninnar.

Þetta voru fyrri viðureignir liðanna í 16-liða úrslitum. Síðari leikirnir fara svo fram um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×