Handbolti

Landsliðið vann stjörnuliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason.
Alfreð Gíslason. Nordic Photos / Getty Images
Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson voru báðir í stjörnuliði þýsku úrvalsdeildinni sem tapaði fyrir þýska landsliðinu í stjörnuleiknum í dag, 37-35.

Landsliðið hafði forystu í hálfleik, 19-18, en markahæstur í liðinu var Kevin Schmidt. Marcus Ahlm skoraði flest mörk fyrir stjörnuliðið eða sjö talsins.

Alfreð Gíslason var þjálfari stjörnuliðsins en hann þjálfar Þýskalands- og Evrópumeistara Kiel.

Þess má geta að Lars Geipel, annar dómara leiksins, þurfti að draga sig í hlé vegna meiðsla í miðjum leik. Félagi hans, Markus Helbig, dæmdi einn næstu sex mínúturnar en þá var búið að finna annan dómara til að fylla í skarðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×