Handbolti

Atli Ævar í liði umferðarinnar í dönsku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Atli Ævar Ingólfsson.
Atli Ævar Ingólfsson. Mynd/Heimasíða SönderjyskE
Atli Ævar Ingólfsson, línumaður SönderjyskE, átti mjög flottan leik á móti Skjern í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta og var í kjölfarið valinn besti línumaður deildarinnar í umferðinni.

SönderjyskE tapaði með þremur mörkum á móti Skjern Håndbold, 30-33, en Atli Ævar skoraði fimm mörk í leiknum og var annar af markahæstu leikmönnum SönderjyskE-liðsins í leiknum.

Atli Ævar hefur skorað 43 mörk í 16 leikjum í dönsku úrvalsdeildinni á tímabilinu eða 2,7 mörk að meðaltali í leik.



Lið umferðarinnar í dönsku úrvalsdeildinni:

Markvörður: Anders Petersen, Team Tvis Holstebro

Vinstra horn: Andreas Væver, Skanderborg Håndbold

Vinstri skytta: Nikolaj Koch Hansen, Nordsjælland Håndbold

Leikstjórnandi: Lukas Karlsson, KIF Kolding København

Hægri skytta: Kasper Søndergaard, Skjern Håndbold

Hægra horn: Lasse Justesen, Skanderborg Håndbold

Línumaður: Atli Ævar Ingólfsson, SønderjyskE




Fleiri fréttir

Sjá meira


×