Handbolti

Tap hjá Óskari Bjarna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Viborg tapaði í dag fyrir Randers, 25-24, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Óskar Bjarni Óskarsson er þjálfari Viborg.

Þetta var mikilvægur leikur í toppslag deildarinnar en með sigri hefði Viborg endurheimt annað sæti deildarinnar. Randers náði hins vegar að styrkja stöðu sína í þriðja sætinu með sigrinum.

Midtjylland er í efsta sæti deildarinnar með 33 stig, fimm stigum á undan Team Tvis Holstebro. Með síðarnefnda liðinu leika Þórey Rósa Stefánsdóttir og systurnar Rut og Auður Jónsdætur.

Viborg er svo í þriðja sætinu með 27 stig og er nú fjórum stigum á undan Randers. Sex efstu liðin komast í úrslitakeppni deildarinnar.

Leikurinn í dag var í járnum lengi vel en Gitte Andersen tryggði Randers sigur með marki á lokamínútunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×