Handbolti

Kári búinn að semja við Bjerringbro

Kári er hér í leik gegn Flensburg.
Kári er hér í leik gegn Flensburg.
Danska handknattleiksliðið Bjerringbro-Silkeborg tilkynnti á heimasíðu sinni áðan að félagið væri búið að semja við íslenska landsliðsmanninn, Kára Kristján Kristjánsson.

Það lak út í dönskum fjölmiðlum fyrr í dag að Kári Kristján væri á leið til félagsins og það hefur nú fengist staðfest.

"Bjerringbro er mjög metnaðarfullur klúbbur sem vill alltaf vinna titla. Það heillar mig því ég vil vinna," segir Kári meðal annars í viðtali við heimasíðu félagsins.

Þjálfari liðsins, Carsten Albrektsen, fagnar komu Kára en hann á að leysa Henrik Toft Hansen af hólmi.

"Ég er mjög ánægður að hafa fengið sterkan landsliðsmann til okkar. Hann er týpískur Íslendingur með íslenskt hugarfar. Baráttumaður af guðs náð," sagði Albrektsen.

Kári Kristján kemur til félagsins frá þýska félaginu Wetzlar. Danska liðið verður þriðja erlenda félagið sem Kári leikur en hann hóf atvinnumannaferilinn með svissneska liðinu Amicitia Zurich.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×