Körfubolti

Snæfell vann í Borgarnesi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells.
Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells.
Snæfell komst upp við hlið Grindavíkur á toppi Domino's-deildar karla með sigri á Skallagrími í kvöld, 85-78.

Skallagrímur byrjaði reyndar mun betur í leiknum og var með fimmtán stiga forystu í hálfleik, 49-34. Snæfellingar komu þó til baka í þriðja leikhluta og staðan var jöfn, 60-60, þegar lokaleikhlutinn hófst.

Gestirnir úr Stykkishólmi tóku forystuna svo strax í upphafi leikhlutans og létu hana aldrei af hendi, þó svo að heimamenn hafi ekki verið langt undan. Snæfell skoraði fimm síðustu stig leiksins og gulltryggði þanni sigurinn.

Ryan Amaroso var stigahæstur í liði Snæfells með 27 stig auk þess sem hann tók fimmtán fráköst. Jay Threatt kom næstur með 21 stig en Jón Ólafur Jónsson var með sautján.

Carlos Medlock skoraði 31 stig fyrir Skallagrím og var með níu stoðsendingar og átta fráköst. Páll Axel Vilbergsson var með 21 stig að þessu sinni.

Skallagrímur-Snæfell 78-85 (22-15, 17-19, 21-26, 18-25)

Skallagrímur: Carlos Medlock 31/8 fráköst/9 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 21, Sigmar Egilsson 7, Davíð Ásgeirsson 6, Trausti Eiríksson 5/6 fráköst, Birgir Þór Sverrisson 3, Orri Jónsson 3/5 fráköst, Hörður Helgi Hreiðarsson 2/9 fráköst.

Snæfell: Ryan Amaroso 27/15 fráköst, Jay Threatt 21/5 fráköst/7 stoðsendingar, Jón Ólafur Jónsson 17/7 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 9/5 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 4, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 4, Sveinn Arnar Davíðsson 2, Stefán Karel Torfason 1, Ólafur Torfason 0/5 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×