Handbolti

Hammerseng endanlega hætt í norska landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gro Hammerseng.
Gro Hammerseng. Mynd/Nordic Photos/Getty
Gro Hammerseng, ein allra besta handboltakona heims, hefur nú gefið það endanlega út að hún muni ekki spila aftur með norska landsliðinu. Hammerseng var síðast með norska landsliðinu í desember 2010 en hefur síðan eignast barn.

Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins, hefur ekki getað notað hana í undanförnum þremur stórkeppnum en valdi aftur á móti kærustu hennar Hammerseng, Önja Edin, í hópinn fyrir EM í Serbíu 2012. Anja Edin átti frábært mót og var kosinn besti leikmaðurinn en norska liðið tapaði í framlengdum úrslitaleik.

Gro Hammerseng ætlar að einbeita sér að fjölskyldunni og segir í viðtali við Aftenposten að nú sé tími fyrir Önju Edin að njóta sín með landsliðinu á meðan hún hugsar um barnið. Hammerseng spilar samt áfram með Larvik HK í norsku deildinni.

Gro Hammerseng er 32 ára gömul. Hún skoraði alls 631 mark í 167 landsleikjum. Hún vann alls fjögur stórmót með norska landsliðinu en náði því aldrei að verða Heimsmeistari (tvö silfur 2001 og 2007).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×