Körfubolti

Pétur Már verður ekki áfram með KFÍ

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pétur Már Sigurðsson er aðstoðarmaður Peter Öqvist hjá íslenska landsliðinu.
Pétur Már Sigurðsson er aðstoðarmaður Peter Öqvist hjá íslenska landsliðinu. Mynd/Valli
Pétur Már Sigurðsson, þjálfari meistaraflokks KFÍ og yfirþjálfari yngri flokka félagsins, verður ekki áfram í starfi á Ísafirði en þetta kemur fram á heimasíðu KFÍ.

Stjórn Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar og Pétur Már hafa komist að samkomulagi um að endurnýja ekki samstarfssamning sín á milli en samningurinn rennur út í lok apríl en hann hefur þjálfað Ísafjarðarliðið undanfarin tvö ár.

Síðasta verk Péturs með meistaraflokk KFÍ var að stýra liðinu til sigurs í lokaumferðinni á móti KR en sá sigur bjargaði liðinu frá falli.

Stjórn og yfirþjálfari voru samkvæmt frétt á heimasíðu KFÍ samstíga í því að tilkynna þessar fyrirhuguðu breytingar með góðum fyrirvara þar sem undirbúningur fyrir leiktímabil næsta vetrar er þegar hafinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×