Handbolti

Stefán Rafn með sjö í stórsigri Löwen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stefán Rafn í leik með Löwen.
Stefán Rafn í leik með Löwen. Nordic Photos / Getty Images
Rhein-Neckar Löwen fór létt með slóvakíska liðið Tatran Presov í EHF-keppninni í handbolta í kvöld. Lokatölur voru 36-20, Löwen í vil.

Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði sjö mörk fyrir Löwen í leiknum og Alexander Petersson eitt en þjálfari liðsins er Guðmundur Guðmundsson.

Löwen er á toppi B-riðils með átta stig og er öruggt áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Kolding er í öðru sæti með sex stig en á leik til góða.

Magdeburg er sömuleiðis í góðri stöðu eftir sigur á Besiktas í Tyrklandi, 27-17. Franska liðið Nantes er eina liðið sem á möguleika á að ná liðinu að stigum en Magdeburg er á toppi riðilsins með níu stig og er öruggt áfram í 8-liða úrslitin.

Guif er hins vegar úr leik en liðið hefur tapað öllum fimm leikjum sínum í A-riðli. Liðið tapaði í dag fyrir Göppingen, 31-25, á heimavelli. Haukur Andrésson skoraði þrjú mörk fyrir Guif en Heimir Óli Heimisson ekkert að þessu sinni. Kristján Andrésson er þjálfari Guif.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×