Handbolti

Sex íslensk mörk í sigri Löwen

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Rhein-Neckar Löwen skellti sér á topp B-riðils EHF-bikarsins í handbolta með því að sigra Kolding frá Danmörku 28-25 í Þýskalandi. Guðmundur Guðmundsson er þjálfari Löwen.

Íslenskir leikmenn Löwen skoruðu sex mörk í leiknum. Alexander Petersson skoraði 4 mörk og Stefán Rafn Sigurmannsson 2.

Kolding og Löwen er jöfn á toppi riðilsins með sex stig en Tatran Presov er þar tveimur stigum á eftir. Tvö efstu liðin komast áfram í átta liða úrslit en tvær umferðir eru eftir.

Zarko Sesum var markahæstur hjá Löwen með 10 mörk. Bjarte Myrhol skoraði 5 og Patrick Groetzki skoraði 4 mörk líkt og Alexander.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×