Handbolti

Frakkar komnir á EM | Ísrael vann Svartfjallaland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cedric Soirhando og Bjarte Myrhol í leiknum í dag.
Cedric Soirhando og Bjarte Myrhol í leiknum í dag. Nordic Photos / AFP
Frakkland varð fyrsta liðið til að tryggja sér farseðilinn á EM í Danmörku á næsta ári. Frakkar unnu í dag Norðmenn, 32-28.

Frakkland er í efsta sæti 3. riðils með átta stig en næstu lið á eftir, Noregur og Tyrkland, geta ekki bæði náð Frökkum að stigum. Noregur er í öðru sæti með fjögur stig og líklegastir til að fylgja Frökkum áfram.

Nikola Karabatic og Alix Kevynn skoruðu sjö mörk hvor fyrir Frakka og Espen Lie Hansen var markahæstur hjá Noregi með sex mörk. Staðan í hálfleik var 17-12, Frökkum í vil.

Króatía vann Ungverjaland, 30-26, í uppgjöri toppliðanna í 3. riðli. Króatar hefndu þar með fyrir tapið í Ungverjalandi á fimmtudagskvöldið.

Bæði lið eru með sex stig á toppnum og langlíklegast að þau fari bæði áfram á EM í Danmörku, þó það sé ekki gulltryggt enn.

Það ríkir svo talsverð spenna í 2. riðli, ekki síst eftir óvænt tap Svartfjallalands gegn Ísrael í dag, 28-25. Þetta var fyrsta tap Svartfellinga í riðlinum en þeir unnu reyndar afar nauman sigur á Ísrael á heimavelli fyrr í vikunni.

Svartfellingar, sem eru með sex stig, eiga nú tvo erfiða leiki eftir gegn Tékklandi og Þýskalandi en sigur í dag hefði sitt liðið í afar þægilega stöðu. Tékkar eru í öðru sæti með fjögur stig og Þýskaland er með tvö en þessi lið mætast á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×