Tvöfalt hjá ÍR annað árið í röð 2. maí 2013 20:00 Í liði ÍR-TT eru Katrín Fjóla Bragadóttir, Guðný Gunnarsdóttir, Sigríður Klemensdóttir, Sigurlaug Jakobsdóttir og Linda Hrönn Magnúsdóttir. ÍR-TT og ÍR-KLS eru Íslandsmeistarar í 1. deild kvenna og karla í keilu. Bæði lið unnu titilinn annað árið í röð. Kvennalið ÍR-TT vann titilinn í þriðja sinn en konurnar urðu Íslandsmeistarar 2010 og 2012. Karlalið ÍR-KLS vann hins vegar titilinn í áttunda sinn. Kvennaliðin KFR-Valkyrjur og ÍR-TT eigast einnig við í úrslitum Bikarkeppni liða í keilu 2013 sem fara fram í Keiluhöllinni í Egilshöll laugardaginn 4. maí kl. 12:00.Í liði ÍR-KLS eru Magnús Magnússon, Einar Sigurður Sigurðsson, Andrés Páll Júlíusson, Arnar Sæbergsson, Árni Geir Ómarsson og Stefán Claessen.Lið ÍR-TT á þar einnig titil að verja og getur unnið titilinn í þriðja sinn. KFR-Valkyrjur unnu titilinn fimm ár í röð frá 2004-2009. Á sama tíma keppir ÍR-KLS við lið ÍA-W í karlaflokki. ÍR-KLS hefur unnið titilinn síðustu þrjú árin og átta sinnum alls, en ÍA hefur aldrei unnið þennan titil. Lið ÍR-TT spilaði með rauðar reimar í leiknum til styrktar verkefninu „Reimum okkar besta" hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Umfjöllun um úrslitaleikinaRauðar reimar Íslandsmeistaranna.Þriðja og síðasta viðureignin í úrslitunum á Íslandsmóti liða í keilu fór fram í Keiluhöllinni Egilshöll þriðjudaginn 30. apríl. Kvennalið ÍR-TT vann deildarmeistarana KFR-Valkyrjur í síðustu viðureigninni með 14 stigum á móti 6 og vann því samtals í úrslitunum með 39 stigum á móti 21 hjá KFR-Valkyrjum. Fyrstu tvær viðureignirnar fóru 12 – 8 og 13 – 7 fyrir ÍR-TT. KFR-Valkyrjur mættu mjög ákveðnar til leiks í kvöld og byrjuðu á því að vinna fyrsta leikinn með 5 stigum á móti 1, með 718 pinnum á móti 707 hjá ÍR-TT og staðan í einvíginu var því orðin 25 hjá ÍR-TT á móti 15 hjá KFR-Valkyrjum. Lið ÍR-TT var hins vegar ekki á því að gefast upp og vann næsta leikinn með 6 stigum á móti 0, með 747 pinnum á móti 691 og voru þær þá búnar að tryggja sér titilinn. ÍR-TT vann síðan síðasta leikinn með 5 stigum á móti 1 þegar þær spiluðu 713 í þriðja leiknum, en KFR-Valkyrjur 606 og samtals var ÍR-TT með 2.167 pinna, en KFR-Valkyrjur með 2.015. Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR-TT spilaði best allra í kvöld með 587 seríu og unglingalandsliðskonan Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR-TT setti persónulegt met í einum leiki þegar hún spilaði 233 og þremur leikjum með 583 seríu. Karlalið ÍR-KLS mætti félögum sínum í ÍR-PLS. Fyrir síðustu viðureignina var ÍR-KLS komið með 25 stig á móti 15 stigum ÍR-PLS og nægði 5,5 stig til að vinna titilinn. ÍR-KLS vann fyrsta leik kvöldsins 5 - 1 og tryggði sér síðan sigurinn í öðrum leik sem fór 1 - 5 og gaf því þriðja leikinn. Samtals vann því ÍR-KLS með 31 stigi á móti 29 hjá ÍR-PLS. Fyrri tvær viðureignir liðanna fóru 11 – 9 og 14 – 6 fyrir ÍR-KLS. Lið ÍR-KLS mætti mjög ákveðið til leiks og vann fyrsta leikinn 5 - 1 með 779 á móti 745 hjá ÍR-PLS. ÍR-PLS vann síðan annan leikinn með 825 á móti 715 hjá ÍR-KLS sem var þar með búið að tryggja sér titilinn og gaf því þriðja leikinn. Samtals var ÍR-KLS með 1.494 og ÍR-PLS með 1.570. Hafþór Harðarson ÍR-PLS spilaði best í kvöld með 435 í tveimur leikjum og Magnús Magnússon ÍR-KLS var með 411. Íþróttir Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira
ÍR-TT og ÍR-KLS eru Íslandsmeistarar í 1. deild kvenna og karla í keilu. Bæði lið unnu titilinn annað árið í röð. Kvennalið ÍR-TT vann titilinn í þriðja sinn en konurnar urðu Íslandsmeistarar 2010 og 2012. Karlalið ÍR-KLS vann hins vegar titilinn í áttunda sinn. Kvennaliðin KFR-Valkyrjur og ÍR-TT eigast einnig við í úrslitum Bikarkeppni liða í keilu 2013 sem fara fram í Keiluhöllinni í Egilshöll laugardaginn 4. maí kl. 12:00.Í liði ÍR-KLS eru Magnús Magnússon, Einar Sigurður Sigurðsson, Andrés Páll Júlíusson, Arnar Sæbergsson, Árni Geir Ómarsson og Stefán Claessen.Lið ÍR-TT á þar einnig titil að verja og getur unnið titilinn í þriðja sinn. KFR-Valkyrjur unnu titilinn fimm ár í röð frá 2004-2009. Á sama tíma keppir ÍR-KLS við lið ÍA-W í karlaflokki. ÍR-KLS hefur unnið titilinn síðustu þrjú árin og átta sinnum alls, en ÍA hefur aldrei unnið þennan titil. Lið ÍR-TT spilaði með rauðar reimar í leiknum til styrktar verkefninu „Reimum okkar besta" hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Umfjöllun um úrslitaleikinaRauðar reimar Íslandsmeistaranna.Þriðja og síðasta viðureignin í úrslitunum á Íslandsmóti liða í keilu fór fram í Keiluhöllinni Egilshöll þriðjudaginn 30. apríl. Kvennalið ÍR-TT vann deildarmeistarana KFR-Valkyrjur í síðustu viðureigninni með 14 stigum á móti 6 og vann því samtals í úrslitunum með 39 stigum á móti 21 hjá KFR-Valkyrjum. Fyrstu tvær viðureignirnar fóru 12 – 8 og 13 – 7 fyrir ÍR-TT. KFR-Valkyrjur mættu mjög ákveðnar til leiks í kvöld og byrjuðu á því að vinna fyrsta leikinn með 5 stigum á móti 1, með 718 pinnum á móti 707 hjá ÍR-TT og staðan í einvíginu var því orðin 25 hjá ÍR-TT á móti 15 hjá KFR-Valkyrjum. Lið ÍR-TT var hins vegar ekki á því að gefast upp og vann næsta leikinn með 6 stigum á móti 0, með 747 pinnum á móti 691 og voru þær þá búnar að tryggja sér titilinn. ÍR-TT vann síðan síðasta leikinn með 5 stigum á móti 1 þegar þær spiluðu 713 í þriðja leiknum, en KFR-Valkyrjur 606 og samtals var ÍR-TT með 2.167 pinna, en KFR-Valkyrjur með 2.015. Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR-TT spilaði best allra í kvöld með 587 seríu og unglingalandsliðskonan Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR-TT setti persónulegt met í einum leiki þegar hún spilaði 233 og þremur leikjum með 583 seríu. Karlalið ÍR-KLS mætti félögum sínum í ÍR-PLS. Fyrir síðustu viðureignina var ÍR-KLS komið með 25 stig á móti 15 stigum ÍR-PLS og nægði 5,5 stig til að vinna titilinn. ÍR-KLS vann fyrsta leik kvöldsins 5 - 1 og tryggði sér síðan sigurinn í öðrum leik sem fór 1 - 5 og gaf því þriðja leikinn. Samtals vann því ÍR-KLS með 31 stigi á móti 29 hjá ÍR-PLS. Fyrri tvær viðureignir liðanna fóru 11 – 9 og 14 – 6 fyrir ÍR-KLS. Lið ÍR-KLS mætti mjög ákveðið til leiks og vann fyrsta leikinn 5 - 1 með 779 á móti 745 hjá ÍR-PLS. ÍR-PLS vann síðan annan leikinn með 825 á móti 715 hjá ÍR-KLS sem var þar með búið að tryggja sér titilinn og gaf því þriðja leikinn. Samtals var ÍR-KLS með 1.494 og ÍR-PLS með 1.570. Hafþór Harðarson ÍR-PLS spilaði best í kvöld með 435 í tveimur leikjum og Magnús Magnússon ÍR-KLS var með 411.
Íþróttir Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti