Handbolti

Kiel fær bikarinn í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Thierry Omeyer, einn besti markvörður síðari ára.
Thierry Omeyer, einn besti markvörður síðari ára. Nordic Photos / Getty Images

Thierry Omeyer, Daniel Narcisse, Marcus Ahlm og Momir Ilic munu allir spila sinn síðasta heimaleik með Kiel í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Að leiknum lokum fær liðið meistarabikarinn afhentan en liðið tryggði sér fyrir nokkru sigur í þýsku úrvalsdeildinni.

Aron Pálmarsson verður ekki með í kvöld þar sem hann gekkst undir aðgerð í gær vegna hnémeiðsla. Guðjón Valur Sigurðsson verður þó á sínum stað en þjálfari Kiel er Alfreð Gíslason.

Ljóst er að það er mikið verk fram undan hjá Alfreð enda hafa þeir fjórir sem eru að fara allir verið lykilmenn í ótrúlega sigursælu liði Kiel undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×