Handbolti

Rúnar til Rhein-Neckar Löwen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Rúnar Kárason er genginn til liðs við Rhein-Neckar Löwen en hann hefur gert eins árs samning við félagið. Þetta kemur fram í þýskum miðlum í dag.

Rúnar er fenginn til að fylla í skarð Alexanders Peterssonar sem gekk nýverið undir aðgerð á öxl. Hann verður frá næstu fimm mánuðina hið minnsta.

Guðmundur Guðmundsson er þjálfari Löwen og þekkir vel til Rúnars. Sá síðarnefndi hefur verið á mála hjá Grosswallstadt en liðið féll úr þýsku úrvalsdeildinni nú í vor.

„Ég er þess fullviss að Rúnar muni hjálpa okkur,“ sagði Guðmundur í samtali við handball-world.com.

„Þetta er draumi líkast,“ sagði Rúnar sjálfur. „Ég er virkilega ánægður með að hafa fengið þetta tækifæri hjá Löwen.“

Rúnar hefur verið í atvinnumennsku síðan hann gekk til liðs við Füchse Berlin árið 2009. Síðan þá hefur hann verið á mála hjá Bergischer HC og svo Grosswallstadt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×