Handbolti

Dolli mættur á ströndina

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
"Hæ. Ég heiti Adolf og ég er frá Íslandi," segir íþróttafréttamaðurinn Adolf Ingi Erlingsson í nýjasta innslagi sínu á vef Evrópska handknattleikssambandsins.

Adolf Ingi er mættur til Randers í Danmörku til þess að fylgjast með gangi mála á Evrópumótinu í strandhandbolta.

Adolf Ingi notar tækifærið og útskýrir reglur strandhandbolta fyrir áhorfendum. Ein áhugaverðasta reglan er sú að aukastig eru gefin fyrir að skora glæsileg mörk.

Innslag Adolfs Inga má sjá hér að ofan og eldri gullmola hans hér að neðan.


Tengdar fréttir

Ég væri miklu frekar til í að vera flengd

Hallveig Jónsdóttir, Ingunn Embla Kristínardóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir voru vígðar í íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik í Lúxemborg í dag.

Adolf Ingi á ströndinni með klappstýrum

Adolf Ingi Erlingsson verður með innslög frá Evrópumótinu í strandhandbolta á vef Evrópska handboltasambandsins í sumar. "Það verður diskótekari sem heldur uppi fjörinu, klappstýrur og læti,“ segir Dolli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×