Handbolti

Opnað fyrir miðasölu á EM

Aron Pálmarsson verður væntanlega í eldlínunni með Íslandi á EM.
Aron Pálmarsson verður væntanlega í eldlínunni með Íslandi á EM.
Það er enn langt í að blásið verði til leiks á EM í handbolta en mótið hefst í Danmörku í janúar á næsta ári. Það er engu að síður hægt að tryggja sér miða frá og með deginum í dag.

Danir fengu að kaupa miða á dögunum og þegar hafa verið seldir 30 þúsund miðar á mótið. Fólk frá öðrum löndum má byrja að versla miða í dag.

Talið er líklegt að það muni hafa talsverð áhrif á miðasölu að Þjóðverjar tryggðu sig ekki inn á mótið. Fastlega var búist við fjölda Þjóðverja yfir landamærin.

Dagpassinn á ódýrustu svæðin kostar tæpar 5.000 kr. Ef fólk vill aftur á móti gera vel við sig þá kostar miði í sæti fyrir heilan dag rúmar 7.000 kr.

Ísland mun spila sína leiki í Álaborg í höll sem rúmar 4.600 manns.

Hægt er að kaupa miða á mótið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×