Ólafur Björn og Signý í forystu á Símamótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2013 18:10 Signý Arnórsdóttir úr Golfklúbbnum Keili. Mynd/GSÍmyndir.net Ólafur Björn Loftsson og Signý Arnórsdóttir eru efst eftir fyrsta daginn á fimmta móti sumarsins á Eimskipsmótaröðinni í golfi, Símamótinu, en mótið hófst á Leirdalsvelli í morgun. Þetta kemur fram á heimasíðu Golfsambandsins. Alls eru 63 kylfingar skráðir til leiks sem er heldur færri en venjulega. Þetta skýrist meðal annars á því að á sama tíma fer fram Íslandsmót höggleik í flokkum unglinga á Hólmsvelli í Leiru.Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum lék best í karlaflokki í dag en hann lék Leirdalsvöll á 70 höggum eða einu undir pari. Í öðru sæti er Rúnar Arnórsson úr Golfklúbbnum Keili en Rúnar lék í dag á pari vallarins eða á 71 höggi. Jafnir í þriðja til fjórða sæti eru þeir Guðjón Henning Hilmarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðarbæjar og Aron Snær Hákonarson úr Golfklúbbi Reykjavíkur sem léku báðir á 72 höggum eða einu höggi yfir pari. Í kvennaflokki er það Signý Arnórsdóttir úr Golfklúbbnum Keili sem hefur forystu. Signý lék í dag á 72 höggum eða einu höggi yfir pari. Í öðru sæti er Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur en hún lék á 73 höggum í dag. Jafnar í þriðja til fjórða sæti eru síðan þær Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili. Það verður ræst út á morgun frá kl 7:30 en hægt er að fylgjast með skori keppenda á golf.is/skor þar sem skor er uppfært á þriggja holu fresti. Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson og Signý Arnórsdóttir eru efst eftir fyrsta daginn á fimmta móti sumarsins á Eimskipsmótaröðinni í golfi, Símamótinu, en mótið hófst á Leirdalsvelli í morgun. Þetta kemur fram á heimasíðu Golfsambandsins. Alls eru 63 kylfingar skráðir til leiks sem er heldur færri en venjulega. Þetta skýrist meðal annars á því að á sama tíma fer fram Íslandsmót höggleik í flokkum unglinga á Hólmsvelli í Leiru.Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum lék best í karlaflokki í dag en hann lék Leirdalsvöll á 70 höggum eða einu undir pari. Í öðru sæti er Rúnar Arnórsson úr Golfklúbbnum Keili en Rúnar lék í dag á pari vallarins eða á 71 höggi. Jafnir í þriðja til fjórða sæti eru þeir Guðjón Henning Hilmarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðarbæjar og Aron Snær Hákonarson úr Golfklúbbi Reykjavíkur sem léku báðir á 72 höggum eða einu höggi yfir pari. Í kvennaflokki er það Signý Arnórsdóttir úr Golfklúbbnum Keili sem hefur forystu. Signý lék í dag á 72 höggum eða einu höggi yfir pari. Í öðru sæti er Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur en hún lék á 73 höggum í dag. Jafnar í þriðja til fjórða sæti eru síðan þær Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili. Það verður ræst út á morgun frá kl 7:30 en hægt er að fylgjast með skori keppenda á golf.is/skor þar sem skor er uppfært á þriggja holu fresti.
Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira