Sport

Vilja fjögurra ára keppnisbönn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Asafa Powell féll á lyfjaprófi í vor og verður ekki á meðal keppenda á HM í Moskvu sem hefst um helgina.
Asafa Powell féll á lyfjaprófi í vor og verður ekki á meðal keppenda á HM í Moskvu sem hefst um helgina. Nordicphotos/Getty
Stjórn Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins IAAF samþykkti á fundi sínum í morgun stuðningsyfirlýsingu þess efnis að alvarleg brot á lyfjareglum eigi að refsa með fjögurra ára keppnisbanni.

Í frétt AP segir að IAAF óski eftir því að Alþjóðalyfjaeftirlitið geri slíkt hið sama. Þannig nái refsingin til fleiri íþróttagreina en frjálsra íþrótta.

Nýr staðall varðandi lyfjamál verður tekur gildi árið 2015. Á ráðstefnu í nóvember verður innihald nýja staðalsins tekið fyrir af Alþjóðalyfjaeftirlitinu þar sem IAAF hyggst koma skoðunum sínum á framfæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×