Handbolti

Ólafur: Guðmundur ekki svo ólíkur Wilbek

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson verður líklega kynntur sem nýr landsliðþjálfari Dana.
Guðmundur Guðmundsson verður líklega kynntur sem nýr landsliðþjálfari Dana. mynd / samsett
Líkt og Vísir hefur greint frá í vikunni mun Guðmundur Guðmundsson að öllum líkindum taka við af Ulrik Wilbek sem næsti landsliðsþjálfari Dana.

Danska handknattleikssambandið hefur nú boðað til blaðamannafundar á mánudaginn þar sem nýr landsliðsþjálfari verður kynntur til sögunnar.

Sá mun taka við danska landsliðinu eftir Evrópumótið í Danmörku í byrjun ársins 2014.

Guðmundur Guðmundsson þjálfar í dag þýska úrvalsdeildarliðið Rhein-Neckar Löwen.

„Við höfum í gegnum tíðina unnið lengi saman og ég þekki hann vel,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals og fyrrum landsliðsmaður íslenska landsliðsins, í samtali við tv2.

Guðmundur var lengi vel þjálfari íslenska landsliðsins og unnu þeir félagar náið saman.

„Hann er í raun ekki svo ólíkur Wilbek. Þeir greina leikinn báðir gríðarlega vel og virkilega skipulagðir og metnaðarfullir.“

Ólafi bauðst starfið á sínum tíma en hafnaði því og tók í staðinn við Valsmönnum.

„Wilbek hefur skapað ákveðna menningu í danska landsliðinu sem er einstök og verður því ekki auðvelt að taka við af honum, hver sem það verður.“

„Þetta er gríðarlega stórt tækifæri en Guðmundur [Guðmundsson] mun eins og alltaf gera sitt besta og heilla Danina. Hann er einn af bestu þjálfurunum í heiminum og Danir ættu að verða ánægðir með hann.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×