Handbolti

Segja að Guðmundur taki við danska landsliðinu

Guðmundur í leik með Löwen.
Guðmundur í leik með Löwen.
Danskir fjölmiðlar fullyrða það í dag að Guðmundur Þórður Guðmundsson verði næsti landsliðsþjálfari Danmerkur í handbolta.

Ulrik Wilbek mun láta af starfi landsliðsþjálfara eftir EM í Danmörku og hefur arftaka hans verið leitað lengi. Vísir greindi frá því í gær að Guðmundur væri í viðræðum við Dani.

Íslendingar virðast hafa verið efstir á blaði hjá Dönum því bæði Ólafur Stefánsson og Dagur Sigurðsson voru einnig á blaði hjá danska handknattleikssambandinu.

Guðmundur þjálfar í dag þýska félagið Rhein-Neckar Löwen og er með samning við félagið til ársins 2015.

Guðmundur þekkir vel til í Danmörku eftir að hafa þjálfað lið GOG þar í landi og svo hann til skamms tíma íþróttastjóri hjá stórliðinu sem fór á hausinn, AG.

Danska handknattleikssambandið hefur boðað til blaðamannafundar á mánudag þar sem Guðmundur verður kynntur til leiks samkvæmt dönskum fjölmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×