Handbolti

Guðmundur er rétti maðurinn fyrir danska landsliðið

Guðmundur Þórður Guðmundsson.
Guðmundur Þórður Guðmundsson.
Danir eru farnir að velta fyrir sér hvernig þjálfari það sé sem muni taka við af Ulrik Wilbek með danska landsliðið í lok janúar.

Danska handknattleikssambandið mun kynna til leiks nýjan landsliðsþjálfara á mánudag. Danskir fjölmiðlar fullyrða að sjá þjálfara sé Guðmundur Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og núverandi þjálfari Rhein-Neckar Löwen.

Söern Herskind, handboltasérfræðingur DR, er mjög spenntur fyrir því að fá Guðmund sem landsliðsþjálfara en þeir unnu saman í skamman tíma hjá danska ofurliðinu AG. Herskind lýsir Guðmundi sem handboltanörd.

"Ef þessar fréttir eru réttar þá finnst mér þetta vera rétt skref hjá danska handknattleikssambandinu. Guðmundur er frábær þjálfari og að mörgu leyti ólíkur Wilbek," sagði Herskind við Ekstrabladet.

"Hann er mjög vandvirkur og nákvæmur í öllu sem hann gerir. Hann leggur hart að sér og getur horft á allt upp í sex handboltaleiki á dag.

"Ég er viss um að Guðmundur muni láta liðið æfa meira og leikur liðsins verður einnig taktískari. Ég vil ekki hljóma neikvæður en Ulrik er fyrst og fremst góður liðsþjálfari og kann einnig að höndla utanaðkomandi aðstæður vel. Hinn reyndi Íslendingur er mjög sterkur í taktík og það þarf danska landsliðið að mínu mati.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×