Handbolti

Danir vildu Dag sem næsta landsliðsþjálfara

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dagur Sigurðsson
Dagur Sigurðsson nordicphotos/getty
Íslenskir handknattleiksþjálfarar halda áfram að vekja athygli erlendis en danska handknattleikssambandið mun hafa reynt ítrekað að ráða Dag Sigurðsson, þjálfara Fuchse Berlin, sem næsta landsliðsþjálfara.

Bob Hanning, forseti Fuchse Berlin, mun aftur á móti hafa sagt þvert nei við danska sambandið. Dagur mun hafa verið fremstur á óskalista danska sambandsins en mun að öllum líkindum ekki taka við landsliðinu.

Þetta kom fram í íþróttafréttum Bylgjunnar nú í hádeginu en samkvæmt heimildum íþróttadeildar mun sambandið einnig hafa rætt við Guðmund Guðmundsson, þjálfara Rhein-Neckar Löwen, um starfið og standa viðræður í gangi.

Ulrik Wilbek, landsliðþjálfari Danmerkur, mun hætta með liðið eftir Evrópumótið í janúar sem fer einmitt fram á heimavelli þeirra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×