Handbolti

Atli Ævar og Anton markahæstir í tapleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Atli Ævar Ingólfsson.
Atli Ævar Ingólfsson. Mynd/Stefán
Atli Ævar Ingólfsson og Anton Rúnarsson voru markahæstir hjá Nordsjælland Håndbold í kvöld þegar liðið tapaði 24-29 á heimavelli á móti Århus Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Atli Ævar skoraði fimm mörk af línunni í leiknum og Anton var einn af þremur leikmönnum Nordsjælland sem skoruðu fjögur mörk. Rune Ohm var markahæstur hjá Århus Håndbold með 11 mörk.

Þetta var annað tap Nordsjælland-liðsins í röð en liðið er eins og er ío 10. sæti deildarinnar með tvo sigra í sex leikjum. Århus-liðið hefur aftur á móti unnið fjóra af fyrstu sex leikjum sínum.

Anton Rúnarsson hefur skorað 25 mörk í fyrstu 6 leikjum Nordsjælland eða þremur minna en Luka Mitrovic sem er markahæstur. Atli Ævar hefur skorað 21 mark í þessum sex fyrstu leikjum liðsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×