Körfubolti

Kristinn Jónasson til Stjörnunnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristinn Jónasson.
Kristinn Jónasson. Mynd/Stefán
Stjörnumenn sendu frá sér tilkynningu skömmu fyrir leik liðsins á móti Grindavík í Meistarakeppni KKÍ í kvöld þar sem kemur fram að framherjinn Kristinn Jónasson muni spila með Garðabæjarliðinu í vetur.

Kristinn er 29 ára og 200 sentímetra kraftframherji sem hefur spilað með Haukum og ÍR í  úrvalsdeild karla. Hann er í leikmannahópi Stjörnunnar í Grindavík.

„Hinn stóri og stæðilegi Kristinn Jónasson hefur ákveðið að taka skóna niður af hillunni góðu og leika með Stjörnunni í vetur. Ljóst er að Kristinn mun þétta teig liðsins duglega, en Fannar Helgason hefur að mestu séð um að fylla upp í teiginn á undirbúningstímabilinu, en fær nú aðstoð við það frá Kristni, segir í fréttatilkynningu Stjörnumanna.

Kristinn lék síðast í úrvalsdeild tímabilið 2011-2012 og þá með ÍR-ingum en þar skilaði hann 7,3 stigum og 4,0 fráköstum á rétt tæpum 18 mínútum. Áður hefur hann leikið með Haukum og lék 4 leiki í 1. deild síðasta vetur.

Besta tímabil Kristins var með Haukum 2005-06 en þá var hann með 15,5 stig og 8,4 fráköst að meðtaltali í leik og vann sér í kjölfarið sæti í íslenska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×