Handbolti

Joachim Boldsen hættir í vor

Stefán Árni Pálsson skrifar
Joachim Boldsen
Joachim Boldsen nordicphotos/getty
Handknattleiksmaðurinn Joachim Boldsen hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna  í vor en hann leikur í dag með KIF Kolding.

Þessi 35 ára miðjumaður hefur verið einn allra besti leikstjórnandi Dana í mörg ár og gríðarlega skemmtilegur karakter.

Boldsen hefur leikið með Helsingør IF, Flensburg, Barcelona, GOG, AB København og núna hjá KIF Kolding á sínum ferli.

Joachim Boldsen var í sigurliði danska landsliðsins á Evrópumótinu árið 2008 og hefur oft reynst okkur Íslendingum erfiður í landsleikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×