Handbolti

Birna Berg: Þarf ekki að biðja landsliðið um að berjast

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birna Berg Haraldsdóttir.
Birna Berg Haraldsdóttir.
„Það sem skóp þennan sigur var fyrst og fremsta barátta, góð vörn og markvarsla. Flóra (Florentina) var flott í markinu og varði ófá dauðafæri. Við höfðum líka mikinn vilja til að enda þessa leikjatörn við Sviss með sigri, því það er gott fyrir sjálfstraustið,” sagði Birna við Vísi í leikslok.

Íslenska kvennalandsliðið vann nokkuð sannfærandi sigur á Svisslendingum 26-21.

„Í gegnum tíðina hefur landsliðið spilað góðan varnarleik og hefur það oft verið okkar helsti kostur. Við erum með stóra og sterka leikmenn sem ná að vinna vel saman og mynda þétta vörn. Þetta var ekkert sem var lagt upp með fyrir leikinn. Það þarf oftast ekki að biðja landsliðið um að berjast og vera fastar fyrir, þetta er bara í eðli okkar!”

Markaskorun hjá íslenska liðinu dreifðist einstaklega vel í dag.

„Það er alltaf gott þegar markaskorun dreifist vel og sýnir breiddina sem við höfum. Það er ótrúlegt jákvætt að fá þessa þrjá leiki bæði til að auka breiddina og stilla saman strengi. Það er alltaf gott fyrir þjálfarana að vita að fleiri en fyrstu sex útileikmenn geti skorað.”

Umfjöllun og viðtal við landsliðsþjálfarann Ágúst Jóhannsson má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×