Handbolti

Áhorfendamet slegið í Berlín um helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Það verður metfjöldi áhorfenda á rimmu þeirra Dags Sigurðssonar og Alfreðs Gíslasonar í þýsku úrvalsdeildinni nú um helgina.

Viðureign Füchse Berlin og Kiel er stórleikur helgarinnar í Þýskalandi og hefur sætum í Max Schmeling-höllinni verið fjölgað fyrir leikinn.

Reiknað er með meira en tíu þúsund manns á leikinn en Füchse Berlin hefur aldrei fyrr verið með slíkan fjölda á heimaleikjum sínum.

„Við hefðum getað fyllt Ólympíuleikvanginn miðað við áhugann á þessum leik,“ sagði framkvæmdarstjórinn Bob Hanning við þýska fjölmiðla.

Miðað við gengi Berlínarrefanna á Hanning ekki von á því að áhuginn á liðinu muni minnka. Liðið tekur næst á móti Melsungen og reiknar hans jafnvel með því að það verði einnig uppselt á þann leik.

Kiel er í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 26 stig, einu meira en Füchse Berlin sem er í þriðja sæti. Flensburg er á toppnum með 27 stig en Kiel á leik til góða á bæði lið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×