Handbolti

Strákarnir hans Geirs duttu út úr bikarnum á heimavelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Geir Sveinsson, þjálfari HC Bregenz.
Geir Sveinsson, þjálfari HC Bregenz. Mynd/NordicPhotos/Getty
HC Bregenz, lið Geir Sveinssonar, er úr leik í austurríska bikarnum í handbolta eftir þriggja marka tap á heimavelli á móti ULZ Schwaz, 25-28, í leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar.

Þetta voru frekar óvænt úrslit enda HC Bregenz bæði ofar í töflunni auk þess að vera á heimavelli í þessum leik.

HC Bregenz var tveimur mörkum yfir mestan hluta fyrri hálfleiksins en staðan var 13-13 í hálfleik. Schwaz skoruðu tvö fyrstu mörk seinni hálfleiksins, náðu fljótlega þriggja marka forystu og héldu síðan frumkvæðinu úr leikinn.

Litháinn Povilas Babarskas var markahæstur hjá HC Bregenz með átta mörk en króatíski línumaðurinn Filip Gavranovic skoraði fjögur mörk. Andrius Račkauskas og Spyridon Balomenos voru báðir með sjö mörk fyrir ULZ Schwaz.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×