Íslensk myndlist prýðir snjóbretti Head Sara McMahon skrifar 15. febrúar 2013 06:00 Margeir Dire Sigurðsson og Georg Óskar Giannakoudakis mynda tvíeykið Góms. Mynd/Anton Brink "Ég var að læra listræna stjórnun í Barcelona og einn bekkjarfélagi minn fór síðan að vinna hjá Red Bull auglýsingastofunni sem sér meðal annars um brettaframleiðandann Head. Þeir voru að leita að listamönnum til að skreyta bretti í nýrri línu fyrir veturinn 2013-14. Auglýsingastofan sýndi aðstandendum Head meðal annars tvö verk eftir okkur og þeir urðu svona hrifnir," segir Margeir Dire Sigurðsson. Hann og Georg Óskar Giannakoudakis mynda saman listamannatvíeykið Góms og munu verk eftir þá prýða snjóbretti úr væntanlegri línu Head. Verkin tvö sem Head valdi voru verk sem Margeir og Georg áttu þegar til í möppu en þau voru svo endurhönnuð í samstarfi við teymi fyrirtækisins. Piltarnir vilja ekki gefa upp hvað þeir fengu greitt fyrir verkin. Inntir eftir því hvort þeir iðki sjálfir snjóbrettaíþróttina svarar Georg á þessa leið: "Ég var mjög mikið á snjó- og hjólabretti þegar ég var yngri og Margeir sömuleiðis, en við höfum ekki rennt okkur í einhver ár núna. Brettin koma í sölu á Íslandi næsta haust og við hlökkum mikið til að sjá landann renna sér á íslenskri myndlist í nánustu framtíð." Margeir og Georg fá send tvö bretti frá fyrirtækinu en ætla þó ekki að brúka þau í Bláfjöllum næsta vetur. "Ég tími ekki að rispa mitt þannig að ég ætla að koma því fyrir á góðum stað uppi á vegg hjá mér," segir Georg og Margeir tekur undir: "Mitt fer líka upp á vegg, en ætli það endi ekki á því að ég fái mér annað eintak til að renna mér á. Hafa eitt sem sýningaeintak og hitt til að renna sér á." Þess má geta að Góms opnar sýninguna Overdose & Underdose í Reykjavík Art Gallery í dag klukkan 17.Brettin koma í sölu á Íslandi næsta haust. Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
"Ég var að læra listræna stjórnun í Barcelona og einn bekkjarfélagi minn fór síðan að vinna hjá Red Bull auglýsingastofunni sem sér meðal annars um brettaframleiðandann Head. Þeir voru að leita að listamönnum til að skreyta bretti í nýrri línu fyrir veturinn 2013-14. Auglýsingastofan sýndi aðstandendum Head meðal annars tvö verk eftir okkur og þeir urðu svona hrifnir," segir Margeir Dire Sigurðsson. Hann og Georg Óskar Giannakoudakis mynda saman listamannatvíeykið Góms og munu verk eftir þá prýða snjóbretti úr væntanlegri línu Head. Verkin tvö sem Head valdi voru verk sem Margeir og Georg áttu þegar til í möppu en þau voru svo endurhönnuð í samstarfi við teymi fyrirtækisins. Piltarnir vilja ekki gefa upp hvað þeir fengu greitt fyrir verkin. Inntir eftir því hvort þeir iðki sjálfir snjóbrettaíþróttina svarar Georg á þessa leið: "Ég var mjög mikið á snjó- og hjólabretti þegar ég var yngri og Margeir sömuleiðis, en við höfum ekki rennt okkur í einhver ár núna. Brettin koma í sölu á Íslandi næsta haust og við hlökkum mikið til að sjá landann renna sér á íslenskri myndlist í nánustu framtíð." Margeir og Georg fá send tvö bretti frá fyrirtækinu en ætla þó ekki að brúka þau í Bláfjöllum næsta vetur. "Ég tími ekki að rispa mitt þannig að ég ætla að koma því fyrir á góðum stað uppi á vegg hjá mér," segir Georg og Margeir tekur undir: "Mitt fer líka upp á vegg, en ætli það endi ekki á því að ég fái mér annað eintak til að renna mér á. Hafa eitt sem sýningaeintak og hitt til að renna sér á." Þess má geta að Góms opnar sýninguna Overdose & Underdose í Reykjavík Art Gallery í dag klukkan 17.Brettin koma í sölu á Íslandi næsta haust.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira