Fyrsta leikritið frumsýnt í Skotlandi Álfrún Pálsdóttir skrifar 24. mars 2013 00:01 Mynd/Stefán Það er nóg um að vera hjá Sólveigu Jónsdóttur en hún hefur nýlokið við að skrifa sitt fyrsta leikverk, The sea between us, fyrir skoskan leikhóp en leikritið verður frumsýnt þar í landi í júní. Einnig er hún að keppast við að skrifa sína aðra skáldsögu og fylgjast með útgáfu Kortérs í Þýskalandi. „Það er mjög gaman að fá spreyta sig á leikritaskrifum enda alveg glænýtt form fyrir mig," segir rithöfundurinn Sólveig Jónsdóttir, sem frumsýnir sitt fyrsta leikrit í Skotlandi í sumar. Sólveig gaf út sína fyrstu skáldsögu, Kortér, í fyrravor en leikritið skrifaði hún fyrir skoskan leikhóp. Leikstjórinn er vinur hennar frá því hún dvaldi við nám í Skotlandi fyrir nokkrum árum síðan. „Hann hafði samband við mig í haust og bað mig um að skrifa leikrit fyrir þau en leikhópurinn setti upp Djúpið eftir Jón Atla Jónasson í fyrra. Við skiptumst svo á skoðunum um efnistökin en vorum nokkurn veginn á sömu blaðsíðunni." Leikritið nefnist The Sea between us og er dramatískt verk sem gerist í smábæ fyrir vestan þar sem kynslóðir bæjarins takast á. „Spurningin, sem er velt upp í leikritinu, er hvort halda eigi tryggð við heimahagana eða flytjast brott til að elta draumana. Þetta er mikil samtöl og það var smá áskorun að búa til skemmtilegt flæði í þeim," segir Sólveig sem getur vel hugsað sér að skrifa leikrit aftur, kannski á íslensku næst. „Þetta var mjög gaman og ég mundi gjarnan vilja fara út á frumsýninguna í júní enda hef ég sterkar taugar til Skotlands." Sólveig hefur í nógu að snúast þessa dagana. Samhliða fullu starfi sínu sem kynningarfulltrúi UNICEF er hún að skrifa sína aðra bók og fylgja eftir þýðingu Kortérs í Þýskalandi. „Rétturinn var seldur til Þýskalands í desember og ég hef verið í sambandi við þýðandann en hún var meðal annars í vandræðum með að yfirfæra suma af íslensku lókal bröndurunum sem eru í bókinni. Það er mjög gaman að fylgjast með þessu og spennandi hvernig viðtökurnar verða. Ég held að planið sé að hún komi út þar í byrjun árs 2014." Önnur bók Sólveigar verður ekkert lík Kortéri, sem er flokkuð sem skvísubók fyrir fullorðna, en hún verður söguleg skáldsaga og á að koma út næsta vor. „Það fer mér best að gefa út bækur á vorin held ég, sá árstími er góður fyrir mig." Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Það er nóg um að vera hjá Sólveigu Jónsdóttur en hún hefur nýlokið við að skrifa sitt fyrsta leikverk, The sea between us, fyrir skoskan leikhóp en leikritið verður frumsýnt þar í landi í júní. Einnig er hún að keppast við að skrifa sína aðra skáldsögu og fylgjast með útgáfu Kortérs í Þýskalandi. „Það er mjög gaman að fá spreyta sig á leikritaskrifum enda alveg glænýtt form fyrir mig," segir rithöfundurinn Sólveig Jónsdóttir, sem frumsýnir sitt fyrsta leikrit í Skotlandi í sumar. Sólveig gaf út sína fyrstu skáldsögu, Kortér, í fyrravor en leikritið skrifaði hún fyrir skoskan leikhóp. Leikstjórinn er vinur hennar frá því hún dvaldi við nám í Skotlandi fyrir nokkrum árum síðan. „Hann hafði samband við mig í haust og bað mig um að skrifa leikrit fyrir þau en leikhópurinn setti upp Djúpið eftir Jón Atla Jónasson í fyrra. Við skiptumst svo á skoðunum um efnistökin en vorum nokkurn veginn á sömu blaðsíðunni." Leikritið nefnist The Sea between us og er dramatískt verk sem gerist í smábæ fyrir vestan þar sem kynslóðir bæjarins takast á. „Spurningin, sem er velt upp í leikritinu, er hvort halda eigi tryggð við heimahagana eða flytjast brott til að elta draumana. Þetta er mikil samtöl og það var smá áskorun að búa til skemmtilegt flæði í þeim," segir Sólveig sem getur vel hugsað sér að skrifa leikrit aftur, kannski á íslensku næst. „Þetta var mjög gaman og ég mundi gjarnan vilja fara út á frumsýninguna í júní enda hef ég sterkar taugar til Skotlands." Sólveig hefur í nógu að snúast þessa dagana. Samhliða fullu starfi sínu sem kynningarfulltrúi UNICEF er hún að skrifa sína aðra bók og fylgja eftir þýðingu Kortérs í Þýskalandi. „Rétturinn var seldur til Þýskalands í desember og ég hef verið í sambandi við þýðandann en hún var meðal annars í vandræðum með að yfirfæra suma af íslensku lókal bröndurunum sem eru í bókinni. Það er mjög gaman að fylgjast með þessu og spennandi hvernig viðtökurnar verða. Ég held að planið sé að hún komi út þar í byrjun árs 2014." Önnur bók Sólveigar verður ekkert lík Kortéri, sem er flokkuð sem skvísubók fyrir fullorðna, en hún verður söguleg skáldsaga og á að koma út næsta vor. „Það fer mér best að gefa út bækur á vorin held ég, sá árstími er góður fyrir mig."
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira