Sorglegt hjá Wetzlar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. apríl 2013 06:00 Guðmundur B. Ólafsson, varaformaður HSÍ, fór yfir mál Kára á blaðamannafundi í síðustu viku. Kári er honum á hægri hönd. Fréttablaðið/Stefán Kári Kristján Kristjánsson vildi sem fæst orð hafa um þau orð sem Björn Seipp, framkvæmdastjóri þýska úrvalsdeildarliðsins Wetzlar, birti í yfirlýsingu á heimasíðu félagsins í gær. „Það er mjög sorglegt hvernig þetta er allt saman matreitt," sagði Kári við Fréttablaðið í gær en hann var þá nýkominn til Wetzlar þar sem hann býr með fjölskyldu sinni, konu og tveimur börnum. „Ég mun eftirleiðis láta minn lögfræðing um að svara fyrir mig. Ég mun ekki leysa þetta í gegnum fjölmiðla," sagði hann enn fremur. Seipp ítrekaði afstöðu félagsins í yfirlýsingunni en fyrir helgi var Kára Kristjáni sagt upp störfum eftir að hann spilaði með íslenska landsliðinu. Kári gekk nýverið undir aðgerð á baki þar sem góðkynja æxli var fjarlægt og hafði verið frá keppni síðan í febrúar. Seipp ítrekaði að Kári hefði aldrei fengið leyfi hjá læknum félagsins til að taka sig af sjúkralista félagsins og spila með íslenska landsliðinu í Slóveníu. „Það er fullkomlega ósatt. Það var heldur enginn misskilningur á milli læknanna og Kára," sagði Seipp í yfirlýsingu félagsins. Hann fór yfir ferlið í löngu máli og sagði að Kári hefði blekkt sig, þjálfara liðsins og læknana með því að segjast vilja fara til Íslands til að fá annað álit lækna þar og frekari meðhöndlun. „Svo fréttum við í gegnum íslenska fjölmiðla að Kári hefði alls ekki farið til Íslands, heldur til Grosswallstadt þar sem íslenska landsliðið kom saman til að undirbúa sig. Leikmaðurinn sagði okkur aldrei frá því, enda hefðum við gripið umsvifalaust í taumana." Seipp segir að það sé enginn vafi á því að tengsl félagsins við Kára séu nú endanlega rofin. „Leikmaðurinn sjálfur ber einn ábyrgð á því," sagði hann og hélt áfram: „Að fara of snemma af stað hefði getað haft lífshættulegar afleiðingar í för með sér. Það er mjög sorglegt að Kári hafi ekki farið eftir fyrirmælum reyndra lækna. Ég fæ ekki skilið hvers vegna hann setti atvinnu og jafnvel líf sitt í hættu þegar hann er með konu og tvö ung börn heima hjá sér." Kári vildi litlu svara um allar þær staðhæfingar sem Seipp lagði fram í yfirlýsingunni. „Ég vísa bara í mína eigin yfirlýsingu sem birtist fyrir helgi. Þar koma fram þær staðreyndir sem urðu til þess að ég spilaði leikinn." Kári veit ekki hvort hann mætir til vinnu í dag eða hvernig næstu dagar munu þróast. „Þetta er allt óljóst eins og málin standa nú," segir Kári.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Handbolti Tengdar fréttir Fyrirliði Wetzlar orðlaus Michael Müller, fyrirliði Wetzlar, lýsir mikilli furðu yfir þeirri ákvörðun Kára Kristjáns Kristjánssonar að spila með íslenska landsliðinu gegn Slóveníu í fyrradag. 5. apríl 2013 09:41 Aron: Óþolandi vinnubrögð hjá Wetzlar Vísir fylgdist með blaðamannafundi HSÍ í beinni textalýsingu. Tilefnið var leikur Íslands og Slóveníu í Laugardalshöllinni á sunnudag. 5. apríl 2013 12:45 Datt næstum því úr sófanum þegar ég sá Kára spila Wetzlar hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við íslenska landsliðslínumanninn Kára Kristjánsson eftir að Kári lék með íslenska landsliðinu í Slóveníu í gær. Félagið vissi ekki betur en að Kári væri í veikindaleyfi heima á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu HSG Wetzlar. 4. apríl 2013 16:43 Lygi en ekki misskilningur hjá Kára "Hvers vegna giftur tveggja barna faðir fórnar atvinnu sinni og jafnvel lífi til þess að spila landsleik finnst mér óskiljanlegt," segir Björn Seipp framkvæmdarstjóri þýska handknattleiksfélagsins Wetzlar. 8. apríl 2013 11:48 Kári: Ég fékk skýrt já Kári Kristján Kristjánsson segist hafa fengið skýr svör frá tveimur læknum hjá Wetzlar um að hann mætti spila með íslenska landsliðinu í Slóveníu. 5. apríl 2013 15:09 HSÍ vissi ekki að Kári væri skráður á sjúkralista Handknattleikssamband Íslands og Kári Kristján Kristjánsson sendu nú síðdegis frá sér yfirlýsingu vegna máls Kára. Hann var rekinn frá félagi sínu, Wetzlar, fyrir að hafa spilað landsleikinn gegn Slóveníu síðastliðinn miðvikudag. 5. apríl 2013 17:00 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson vildi sem fæst orð hafa um þau orð sem Björn Seipp, framkvæmdastjóri þýska úrvalsdeildarliðsins Wetzlar, birti í yfirlýsingu á heimasíðu félagsins í gær. „Það er mjög sorglegt hvernig þetta er allt saman matreitt," sagði Kári við Fréttablaðið í gær en hann var þá nýkominn til Wetzlar þar sem hann býr með fjölskyldu sinni, konu og tveimur börnum. „Ég mun eftirleiðis láta minn lögfræðing um að svara fyrir mig. Ég mun ekki leysa þetta í gegnum fjölmiðla," sagði hann enn fremur. Seipp ítrekaði afstöðu félagsins í yfirlýsingunni en fyrir helgi var Kára Kristjáni sagt upp störfum eftir að hann spilaði með íslenska landsliðinu. Kári gekk nýverið undir aðgerð á baki þar sem góðkynja æxli var fjarlægt og hafði verið frá keppni síðan í febrúar. Seipp ítrekaði að Kári hefði aldrei fengið leyfi hjá læknum félagsins til að taka sig af sjúkralista félagsins og spila með íslenska landsliðinu í Slóveníu. „Það er fullkomlega ósatt. Það var heldur enginn misskilningur á milli læknanna og Kára," sagði Seipp í yfirlýsingu félagsins. Hann fór yfir ferlið í löngu máli og sagði að Kári hefði blekkt sig, þjálfara liðsins og læknana með því að segjast vilja fara til Íslands til að fá annað álit lækna þar og frekari meðhöndlun. „Svo fréttum við í gegnum íslenska fjölmiðla að Kári hefði alls ekki farið til Íslands, heldur til Grosswallstadt þar sem íslenska landsliðið kom saman til að undirbúa sig. Leikmaðurinn sagði okkur aldrei frá því, enda hefðum við gripið umsvifalaust í taumana." Seipp segir að það sé enginn vafi á því að tengsl félagsins við Kára séu nú endanlega rofin. „Leikmaðurinn sjálfur ber einn ábyrgð á því," sagði hann og hélt áfram: „Að fara of snemma af stað hefði getað haft lífshættulegar afleiðingar í för með sér. Það er mjög sorglegt að Kári hafi ekki farið eftir fyrirmælum reyndra lækna. Ég fæ ekki skilið hvers vegna hann setti atvinnu og jafnvel líf sitt í hættu þegar hann er með konu og tvö ung börn heima hjá sér." Kári vildi litlu svara um allar þær staðhæfingar sem Seipp lagði fram í yfirlýsingunni. „Ég vísa bara í mína eigin yfirlýsingu sem birtist fyrir helgi. Þar koma fram þær staðreyndir sem urðu til þess að ég spilaði leikinn." Kári veit ekki hvort hann mætir til vinnu í dag eða hvernig næstu dagar munu þróast. „Þetta er allt óljóst eins og málin standa nú," segir Kári.Sportið á Vísi er komið á Facebook.
Handbolti Tengdar fréttir Fyrirliði Wetzlar orðlaus Michael Müller, fyrirliði Wetzlar, lýsir mikilli furðu yfir þeirri ákvörðun Kára Kristjáns Kristjánssonar að spila með íslenska landsliðinu gegn Slóveníu í fyrradag. 5. apríl 2013 09:41 Aron: Óþolandi vinnubrögð hjá Wetzlar Vísir fylgdist með blaðamannafundi HSÍ í beinni textalýsingu. Tilefnið var leikur Íslands og Slóveníu í Laugardalshöllinni á sunnudag. 5. apríl 2013 12:45 Datt næstum því úr sófanum þegar ég sá Kára spila Wetzlar hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við íslenska landsliðslínumanninn Kára Kristjánsson eftir að Kári lék með íslenska landsliðinu í Slóveníu í gær. Félagið vissi ekki betur en að Kári væri í veikindaleyfi heima á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu HSG Wetzlar. 4. apríl 2013 16:43 Lygi en ekki misskilningur hjá Kára "Hvers vegna giftur tveggja barna faðir fórnar atvinnu sinni og jafnvel lífi til þess að spila landsleik finnst mér óskiljanlegt," segir Björn Seipp framkvæmdarstjóri þýska handknattleiksfélagsins Wetzlar. 8. apríl 2013 11:48 Kári: Ég fékk skýrt já Kári Kristján Kristjánsson segist hafa fengið skýr svör frá tveimur læknum hjá Wetzlar um að hann mætti spila með íslenska landsliðinu í Slóveníu. 5. apríl 2013 15:09 HSÍ vissi ekki að Kári væri skráður á sjúkralista Handknattleikssamband Íslands og Kári Kristján Kristjánsson sendu nú síðdegis frá sér yfirlýsingu vegna máls Kára. Hann var rekinn frá félagi sínu, Wetzlar, fyrir að hafa spilað landsleikinn gegn Slóveníu síðastliðinn miðvikudag. 5. apríl 2013 17:00 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Fyrirliði Wetzlar orðlaus Michael Müller, fyrirliði Wetzlar, lýsir mikilli furðu yfir þeirri ákvörðun Kára Kristjáns Kristjánssonar að spila með íslenska landsliðinu gegn Slóveníu í fyrradag. 5. apríl 2013 09:41
Aron: Óþolandi vinnubrögð hjá Wetzlar Vísir fylgdist með blaðamannafundi HSÍ í beinni textalýsingu. Tilefnið var leikur Íslands og Slóveníu í Laugardalshöllinni á sunnudag. 5. apríl 2013 12:45
Datt næstum því úr sófanum þegar ég sá Kára spila Wetzlar hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við íslenska landsliðslínumanninn Kára Kristjánsson eftir að Kári lék með íslenska landsliðinu í Slóveníu í gær. Félagið vissi ekki betur en að Kári væri í veikindaleyfi heima á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu HSG Wetzlar. 4. apríl 2013 16:43
Lygi en ekki misskilningur hjá Kára "Hvers vegna giftur tveggja barna faðir fórnar atvinnu sinni og jafnvel lífi til þess að spila landsleik finnst mér óskiljanlegt," segir Björn Seipp framkvæmdarstjóri þýska handknattleiksfélagsins Wetzlar. 8. apríl 2013 11:48
Kári: Ég fékk skýrt já Kári Kristján Kristjánsson segist hafa fengið skýr svör frá tveimur læknum hjá Wetzlar um að hann mætti spila með íslenska landsliðinu í Slóveníu. 5. apríl 2013 15:09
HSÍ vissi ekki að Kári væri skráður á sjúkralista Handknattleikssamband Íslands og Kári Kristján Kristjánsson sendu nú síðdegis frá sér yfirlýsingu vegna máls Kára. Hann var rekinn frá félagi sínu, Wetzlar, fyrir að hafa spilað landsleikinn gegn Slóveníu síðastliðinn miðvikudag. 5. apríl 2013 17:00