Tiger eða Dustin vinna Masters Jón Júlíus Karlsson skrifar 11. apríl 2013 16:30 Ólafur Björn Loftsson í góðu stuði á Nesinu. Ólafur Björn Loftsson telur að Tiger Woods fari með sigur í fimmta skipti á Masters. Fjölmiðlamaðurinn Heimir Karlsson telur hins vegar að Dustin Johnson muni koma, sjá og sigra. Atvinnukylfingurinn Ólafur Björn á von á spennandi Masters-móti í ár. Hann hefur mikla trú á kylfingum á borð við Charl Schwartzel, Keegan Bradley, Lee Westwood, Matt Kuchar, Brandt Snedker og Steve Stricker. „Þetta á eftir að verða mjög spennandi mót. Westwood er talinn vera besti kylfingur heims sem ekki hefur unnið risamót enda hefur hann sjö sinnum lent í þremur efstu sætunum í risamóti án þess að sigra. Ég held að hann verði í baráttunni í ár ef pútterinn verður í lagi. Keegan Bradley, Matt Kuchar og Brandt Snedker eru einnig líklegir. Ég hef mikla trú á Steve Stricker,“ segir Ólafur. „Ég myndi aldrei veðja gegn Rory McIlroy eða Phil Mickelson sem eru alltaf líklegir en mér finnst engin spurning um hver er besti kylfingur heims um þessar mundir. Tiger Woods er langsigurstranglegastur að mínu mati. Hann hefur sigrað þrisvar í ár og það er ekki annað hægt en að spá honum 15. risatitlinum á Masters í ár.“Fjölmiðlamaðurinn Heimir Karlsson er gríðarlega spenntur fyrir Masters-mótinu í ár og reiknar með því að fylgjast með öllum fjórum keppnisdögunum. Heimir er líka hinn fínasti kylfingur og hefur verið duglegur að þræða golfmót í vetur og hita upp fyrir golfsumarið sem er handan við hornið. Hann þarf ekki langan umhugsunarfrest til að spá fyrir um sigurvegara. „Ég spái Dustin Johnson sigri – ekki spurning,“ segir Heimir. „Ég hef mikla trú á Johnson í ár. Þetta er gríðarlegur íþróttamaður og hefur allt til þess að ná mjög langt í íþróttinni. Hann hefur mikla högglengd, er ungur og mjög fær kylfingur. Ég veðja á hann.“ Heimir telur að mótið í ár eigi eftir að verða spennandi. „Já, ég reikna með því. Það spá allir Tiger Woods sigri í mótinu og það kæmi mér ekkert á óvart. Tiger verður án efa meðal efstu manna. Svo eru kylfingar líkt og Rory McIlroy, Brandt Snedeker og Phil Mickelson sem gætu allir unnið þetta mót. Masters-mótið er ásamt Opna breska það mót sem maður lætur ekki fram hjá sér fara.“ Bein útsending frá Masters hefst á Stöð 2 Sport & HD klukkan 19 í kvöld. Golf Tengdar fréttir Búist við gífurlega hröðum flötum Þorsteinn Hallgrímsson og myndatökumaðurinn Friðrik Þór Halldórsson hafa undanfarna daga dvalið í Georgíu og fylgst með aðdraganda Masters-mótsins á Augusta National-vellinum. 11. apríl 2013 15:00 Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00 14 ára undrabarn leikur á Masters Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. 11. apríl 2013 10:30 Bauð upp á kjúkling Ein af hefðum Masters-mótsins er kvöldverður meistaranna en þar koma saman fyrrverandi sigurvegarar í mótinu og snæða saman. 11. apríl 2013 12:45 Potter yngri sigraði en Wozniacki stal senunni Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. kom, sá og sigraði í hinni árlegu par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. 11. apríl 2013 09:30 Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson telur að Tiger Woods fari með sigur í fimmta skipti á Masters. Fjölmiðlamaðurinn Heimir Karlsson telur hins vegar að Dustin Johnson muni koma, sjá og sigra. Atvinnukylfingurinn Ólafur Björn á von á spennandi Masters-móti í ár. Hann hefur mikla trú á kylfingum á borð við Charl Schwartzel, Keegan Bradley, Lee Westwood, Matt Kuchar, Brandt Snedker og Steve Stricker. „Þetta á eftir að verða mjög spennandi mót. Westwood er talinn vera besti kylfingur heims sem ekki hefur unnið risamót enda hefur hann sjö sinnum lent í þremur efstu sætunum í risamóti án þess að sigra. Ég held að hann verði í baráttunni í ár ef pútterinn verður í lagi. Keegan Bradley, Matt Kuchar og Brandt Snedker eru einnig líklegir. Ég hef mikla trú á Steve Stricker,“ segir Ólafur. „Ég myndi aldrei veðja gegn Rory McIlroy eða Phil Mickelson sem eru alltaf líklegir en mér finnst engin spurning um hver er besti kylfingur heims um þessar mundir. Tiger Woods er langsigurstranglegastur að mínu mati. Hann hefur sigrað þrisvar í ár og það er ekki annað hægt en að spá honum 15. risatitlinum á Masters í ár.“Fjölmiðlamaðurinn Heimir Karlsson er gríðarlega spenntur fyrir Masters-mótinu í ár og reiknar með því að fylgjast með öllum fjórum keppnisdögunum. Heimir er líka hinn fínasti kylfingur og hefur verið duglegur að þræða golfmót í vetur og hita upp fyrir golfsumarið sem er handan við hornið. Hann þarf ekki langan umhugsunarfrest til að spá fyrir um sigurvegara. „Ég spái Dustin Johnson sigri – ekki spurning,“ segir Heimir. „Ég hef mikla trú á Johnson í ár. Þetta er gríðarlegur íþróttamaður og hefur allt til þess að ná mjög langt í íþróttinni. Hann hefur mikla högglengd, er ungur og mjög fær kylfingur. Ég veðja á hann.“ Heimir telur að mótið í ár eigi eftir að verða spennandi. „Já, ég reikna með því. Það spá allir Tiger Woods sigri í mótinu og það kæmi mér ekkert á óvart. Tiger verður án efa meðal efstu manna. Svo eru kylfingar líkt og Rory McIlroy, Brandt Snedeker og Phil Mickelson sem gætu allir unnið þetta mót. Masters-mótið er ásamt Opna breska það mót sem maður lætur ekki fram hjá sér fara.“ Bein útsending frá Masters hefst á Stöð 2 Sport & HD klukkan 19 í kvöld.
Golf Tengdar fréttir Búist við gífurlega hröðum flötum Þorsteinn Hallgrímsson og myndatökumaðurinn Friðrik Þór Halldórsson hafa undanfarna daga dvalið í Georgíu og fylgst með aðdraganda Masters-mótsins á Augusta National-vellinum. 11. apríl 2013 15:00 Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00 14 ára undrabarn leikur á Masters Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. 11. apríl 2013 10:30 Bauð upp á kjúkling Ein af hefðum Masters-mótsins er kvöldverður meistaranna en þar koma saman fyrrverandi sigurvegarar í mótinu og snæða saman. 11. apríl 2013 12:45 Potter yngri sigraði en Wozniacki stal senunni Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. kom, sá og sigraði í hinni árlegu par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. 11. apríl 2013 09:30 Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Búist við gífurlega hröðum flötum Þorsteinn Hallgrímsson og myndatökumaðurinn Friðrik Þór Halldórsson hafa undanfarna daga dvalið í Georgíu og fylgst með aðdraganda Masters-mótsins á Augusta National-vellinum. 11. apríl 2013 15:00
Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00
14 ára undrabarn leikur á Masters Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. 11. apríl 2013 10:30
Bauð upp á kjúkling Ein af hefðum Masters-mótsins er kvöldverður meistaranna en þar koma saman fyrrverandi sigurvegarar í mótinu og snæða saman. 11. apríl 2013 12:45
Potter yngri sigraði en Wozniacki stal senunni Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. kom, sá og sigraði í hinni árlegu par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. 11. apríl 2013 09:30