Fór eftir að Geir bað guð að blessa Ísland Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. júní 2013 06:30 Aðalsteinn Eyjólfsson fer með lið sitt, Eisenach, í bestu handboltadeild í heimi á næstu leiktíð. Þar mætir hann mörgum af bestu liðum heims. mynd/ThSV Eisenach „Hér í dag voru bara bestu vinir Einars Jónssonar, þjálfara Fram, að dæma. Dómararnir og Einar eru bestu vinir og sjást ótt og títt saman.“ Þetta sagði Aðalsteinn Eyjólfsson í Fréttablaðinu daginn eftir mikinn hitaleik Stjörnunnar og Fram í N1-deild kvenna þann 6. desember árið 2007. Aðalsteinn var dæmdur í þriggja mánaða bann fyrir ummælin, sem voru sögð vega að æru dómaranna og þóttu saka HSÍ og dómaranefnd sambandsins um spillingu. Slíkt bann átti sér engin fordæmi og annað sambærilegt hefur ekki sést síðan. „Ég var kominn með nóg heima á Íslandi. Ég fékk þetta bann og ætlaði að hætta,“ sagði Aðalsteinn við Fréttablaðið í gær. Aðalsteinn sneri aftur eftir bannið og Stjarnan varð Íslandsmeistari undir hans stjórn. Þá hætti hann og hálfu ári síðar var Aðalsteinn fluttur til Þýskalands. Frá því að þessi ummæli voru látin falla eru liðin fimm og hálft ár. Í haust mun Aðalsteinn stýra karlaliði í bestu handknattleiksdeild heims eftir að hafa verið í aðalhlutverki hjá ótrúlegum uppgangi Eisenach – verkefni sem hann hefur nú leitt í þrjú ár. Sendi ferilskrána út Eftir að Aðalsteinn hætti hjá Stjörnunni tók hann við Fylki. Ætlunin var að byggja upp handboltaveldi í Árbænum en allar áætlanir fóru í vaskinn þegar íslenska fjármálakerfið hrundi um haustið. „Ég var líka með fyrirtæki sem ég var að byggja upp. Reksturinn gekk út á erlendan gjaldeyri og var því sjálfhætt eftir hrunið,“ rifjar Aðalsteinn upp. „Eftir að Geir Haarde bað guð um að blessa íslensku þjóðina ákvað ég að koma mér út. Ég sendi ferilskrána á 6-7 umboðsmenn í Evrópu og stuttu síðar var ég kominn með svar frá dönskum umboðsmanni að lið í neðri deildum Þýskalands, karla- og kvennalið, vantaði þjálfara og höfðu áhuga. Eitt þeirra var Kassell. Ég flaug út og skrifaði undir samdægurs. 1. nóvember 2008 flutti ég svo út,“ segir Aðalsteinn. Enn settu fjármálin svip sinn á störf Alfreðs. Kassel var í eigu þýsks auðmanns sem lofaði gulli og grænum skógum. „Það gekk mjög vel hjá Kassel. Félagið var í þriðju deild en hafði metnað til að ná langt. Ég vildi sjá hvort ég gæti byrjað á núlli í nýju landi og látið að mér kveða. En svo fór Kassel á hausinn. Það var orðið hálfkjánalegt að hver fjármálakrísan á eftir annarri elti mig,“ segir hann í léttum tón. Fékk að byggja góðan grunn Aðalsteinn verður 36 ára síðar í mánuðinum en hann byrjaði að þjálfa samhliða leikmannaferlinum fyrir tveimur áratugum. Skórnir fóru á hilluna vegna meiðsla þegar hann var 21 árs en Aðalsteinn gerðist þjálfari í meistaraflokki fyrir þrettán árum. Hann naut mikillar velgengni í kvennaboltanum og vann titla með bæði ÍBV og Stjörnunni. Hann þjálfaði einnig TuS Weibern í úrvalsdeild kvenna í Þýskalandi veturinn 2004-5. En Kassel var hans fyrsta karlalið. Góður árangur hans þar kom nafni hans í umræðuna þegar B-deildarlið Eisenach vantaði þjálfara vorið 2010. „Ég var heppinn að komast þar að. Félagið var í erfiðleikum á þessum tíma og hafði verið í fallbaráttu tvö ár í röð. Það var einnig í vandræðum með að fá áframhaldandi keppnisleyfi. Stjórnendur félagsins vildu byggja upp til lengri tíma og ég fékk því tíma og svigrúm til að byggja upp góðan grunn,“ segir Aðalsteinn, en fyrsta markmiðið var að tryggja Eisenach sæti í sameinaðri B-deild sem var áður skipt í norður- og suðurriðil. „Það hafðist á lokasprettinum og var gríðarlega mikilvægt. Eftir það var markmiðið að bæta okkur hægt og rólega – um tvö sæti á ári. Við enduðum í sjöunda sæti í fyrra og tókum því enn stærra stökk í ár en áætlað var. Það var ekki í plönunum að fara upp fyrr en á næsta ári,“ segir Aðalsteinn, sem hefur haldið sama átta manna kjarna í leikmannahópnum öll árin sín þrjú. „Ég hef skipt út tveimur leikmönnum á hverju ári og reynt þannig að styrkja hópinn jafnt og þétt. Fyrir þetta tímabil fengum við Hannes Jón Jónsson og danskan leikmann sem styrktu liðið gríðarlega mikið.“ Þéttur hópur í Eisenach Lífið hefur þó ekki verið dans á rósum í Eisenach. „Það hefur verið mótvindur,“ segir Aðalsteinn. „Ég hef þurft að reka leikmenn og jafnvel stjórnarmenn líka. En það er ákveðinn kjarni í félaginu, leikmenn og forráðamenn, sem hefur staðið þétt að baki þessu verkefni. Ég hef fengið tíma og svigrúm til að taka þær ákvarðanir sem þurfti til að halda í ákveðna hugmyndafræði sem við lögðum upp með.“ Árangurinn talar sínu máli. Eisenach spilar í efstu deild á næsta tímabili og er það afrek, ekki síst vegna þess að það var gert með sama kjarna leikmanna og var í fallbaráttu fyrir örfáum árum síðan. Fjárráðin voru þar að auki takmörkuð. „Þetta tímabilið vorum við með 175 milljónir króna fyrir reksturinn. Átta lið eru með stærri „budget“ en við í þessari deild og þau stærstu með um 400 milljónir,“ segir Aðalsteinn en það stendur ekki til að auka fjárhaginn stórkostlega fyrir næsta tímabil. „Það verða að hámarki 240 milljónir. En lið hafa áður sýnt að það er hægt að fara upp í efstu deild með takmörkuð fjárráð en með góðan kjarna leikmanna sem hafa spilað lengi saman,“ segir Aðalsteinn, sem hefur þegar gengið frá því að fá þrjá nýja leikmenn til félagsins í sumar. „Við vitum að við erum að fara í harða baráttu um að halda sæti okkar. Við eigum eftir að fá á kjaftinn í þessari deild. Við þurfum að læra hratt en við erum engu að síður kokhraustir og ætlum í baráttuna með kassann úti. Ætlunin er að koma fram af stolti fyrir okkar bæjarfélag og vinna heiðarlega að okkar markmiðum. Það er það eina sem við getum gert.“ Handbolti Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
„Hér í dag voru bara bestu vinir Einars Jónssonar, þjálfara Fram, að dæma. Dómararnir og Einar eru bestu vinir og sjást ótt og títt saman.“ Þetta sagði Aðalsteinn Eyjólfsson í Fréttablaðinu daginn eftir mikinn hitaleik Stjörnunnar og Fram í N1-deild kvenna þann 6. desember árið 2007. Aðalsteinn var dæmdur í þriggja mánaða bann fyrir ummælin, sem voru sögð vega að æru dómaranna og þóttu saka HSÍ og dómaranefnd sambandsins um spillingu. Slíkt bann átti sér engin fordæmi og annað sambærilegt hefur ekki sést síðan. „Ég var kominn með nóg heima á Íslandi. Ég fékk þetta bann og ætlaði að hætta,“ sagði Aðalsteinn við Fréttablaðið í gær. Aðalsteinn sneri aftur eftir bannið og Stjarnan varð Íslandsmeistari undir hans stjórn. Þá hætti hann og hálfu ári síðar var Aðalsteinn fluttur til Þýskalands. Frá því að þessi ummæli voru látin falla eru liðin fimm og hálft ár. Í haust mun Aðalsteinn stýra karlaliði í bestu handknattleiksdeild heims eftir að hafa verið í aðalhlutverki hjá ótrúlegum uppgangi Eisenach – verkefni sem hann hefur nú leitt í þrjú ár. Sendi ferilskrána út Eftir að Aðalsteinn hætti hjá Stjörnunni tók hann við Fylki. Ætlunin var að byggja upp handboltaveldi í Árbænum en allar áætlanir fóru í vaskinn þegar íslenska fjármálakerfið hrundi um haustið. „Ég var líka með fyrirtæki sem ég var að byggja upp. Reksturinn gekk út á erlendan gjaldeyri og var því sjálfhætt eftir hrunið,“ rifjar Aðalsteinn upp. „Eftir að Geir Haarde bað guð um að blessa íslensku þjóðina ákvað ég að koma mér út. Ég sendi ferilskrána á 6-7 umboðsmenn í Evrópu og stuttu síðar var ég kominn með svar frá dönskum umboðsmanni að lið í neðri deildum Þýskalands, karla- og kvennalið, vantaði þjálfara og höfðu áhuga. Eitt þeirra var Kassell. Ég flaug út og skrifaði undir samdægurs. 1. nóvember 2008 flutti ég svo út,“ segir Aðalsteinn. Enn settu fjármálin svip sinn á störf Alfreðs. Kassel var í eigu þýsks auðmanns sem lofaði gulli og grænum skógum. „Það gekk mjög vel hjá Kassel. Félagið var í þriðju deild en hafði metnað til að ná langt. Ég vildi sjá hvort ég gæti byrjað á núlli í nýju landi og látið að mér kveða. En svo fór Kassel á hausinn. Það var orðið hálfkjánalegt að hver fjármálakrísan á eftir annarri elti mig,“ segir hann í léttum tón. Fékk að byggja góðan grunn Aðalsteinn verður 36 ára síðar í mánuðinum en hann byrjaði að þjálfa samhliða leikmannaferlinum fyrir tveimur áratugum. Skórnir fóru á hilluna vegna meiðsla þegar hann var 21 árs en Aðalsteinn gerðist þjálfari í meistaraflokki fyrir þrettán árum. Hann naut mikillar velgengni í kvennaboltanum og vann titla með bæði ÍBV og Stjörnunni. Hann þjálfaði einnig TuS Weibern í úrvalsdeild kvenna í Þýskalandi veturinn 2004-5. En Kassel var hans fyrsta karlalið. Góður árangur hans þar kom nafni hans í umræðuna þegar B-deildarlið Eisenach vantaði þjálfara vorið 2010. „Ég var heppinn að komast þar að. Félagið var í erfiðleikum á þessum tíma og hafði verið í fallbaráttu tvö ár í röð. Það var einnig í vandræðum með að fá áframhaldandi keppnisleyfi. Stjórnendur félagsins vildu byggja upp til lengri tíma og ég fékk því tíma og svigrúm til að byggja upp góðan grunn,“ segir Aðalsteinn, en fyrsta markmiðið var að tryggja Eisenach sæti í sameinaðri B-deild sem var áður skipt í norður- og suðurriðil. „Það hafðist á lokasprettinum og var gríðarlega mikilvægt. Eftir það var markmiðið að bæta okkur hægt og rólega – um tvö sæti á ári. Við enduðum í sjöunda sæti í fyrra og tókum því enn stærra stökk í ár en áætlað var. Það var ekki í plönunum að fara upp fyrr en á næsta ári,“ segir Aðalsteinn, sem hefur haldið sama átta manna kjarna í leikmannahópnum öll árin sín þrjú. „Ég hef skipt út tveimur leikmönnum á hverju ári og reynt þannig að styrkja hópinn jafnt og þétt. Fyrir þetta tímabil fengum við Hannes Jón Jónsson og danskan leikmann sem styrktu liðið gríðarlega mikið.“ Þéttur hópur í Eisenach Lífið hefur þó ekki verið dans á rósum í Eisenach. „Það hefur verið mótvindur,“ segir Aðalsteinn. „Ég hef þurft að reka leikmenn og jafnvel stjórnarmenn líka. En það er ákveðinn kjarni í félaginu, leikmenn og forráðamenn, sem hefur staðið þétt að baki þessu verkefni. Ég hef fengið tíma og svigrúm til að taka þær ákvarðanir sem þurfti til að halda í ákveðna hugmyndafræði sem við lögðum upp með.“ Árangurinn talar sínu máli. Eisenach spilar í efstu deild á næsta tímabili og er það afrek, ekki síst vegna þess að það var gert með sama kjarna leikmanna og var í fallbaráttu fyrir örfáum árum síðan. Fjárráðin voru þar að auki takmörkuð. „Þetta tímabilið vorum við með 175 milljónir króna fyrir reksturinn. Átta lið eru með stærri „budget“ en við í þessari deild og þau stærstu með um 400 milljónir,“ segir Aðalsteinn en það stendur ekki til að auka fjárhaginn stórkostlega fyrir næsta tímabil. „Það verða að hámarki 240 milljónir. En lið hafa áður sýnt að það er hægt að fara upp í efstu deild með takmörkuð fjárráð en með góðan kjarna leikmanna sem hafa spilað lengi saman,“ segir Aðalsteinn, sem hefur þegar gengið frá því að fá þrjá nýja leikmenn til félagsins í sumar. „Við vitum að við erum að fara í harða baráttu um að halda sæti okkar. Við eigum eftir að fá á kjaftinn í þessari deild. Við þurfum að læra hratt en við erum engu að síður kokhraustir og ætlum í baráttuna með kassann úti. Ætlunin er að koma fram af stolti fyrir okkar bæjarfélag og vinna heiðarlega að okkar markmiðum. Það er það eina sem við getum gert.“
Handbolti Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira