Hlédrægur og frábær Ocean Sara McMahon skrifar 17. júlí 2013 21:00 Tónlistarmaðurinn Frank Ocean lauk tónleikaferðalagi sínu á Íslandi á þriðjudag. Tónleikarnir voru vel lukkaðir. Nordicphotos/getty Tónlist: Frank Ocean, Sena, Laugardalshöll Bandaríski hiphop og RnB tónlistarmaðurinn Frank Ocean lauk Channel Orange-tónleikaferðalagi sínu í Laugardalshöll á þriðjudagskvöld. Það kom undirritaðri skemmtilega á óvart hversu einföld sviðsmyndin var; af einhverjum ástæðum hafði ég búist við fáklæddum dönsurum og hressum bakröddum, en þess í stað var hinn hæfileikaríki og eilítið hlédrægi Ocean í fyrrirúmi allan tímann. Þegar tónlistarmaðurinn gekk loks á sviðið ærðist salurinn og iPhone-símarnir ruku á loft (og héldust þar alla tónleikana). Smellurinn Novacane var annað lag kappans og tókst vel til þó bassatromman hafi á köflum verið of hávær, en því var kippt í liðinn um leið. Tvö rólegri lög fylgdu í kjölfarið og datt þá stemningin niður hjá yngri tónleikagestum (þeim sömu og munduðu símana). Ocean spjallaði lítið á milli laga en tók sér þó tíma til að mynda áhorfendaskarann og bað svo um leyfi tónleikagesta til að spila tvö ný lög, sem lofa svo sannarlega góðu um framhaldið. Síðara lagið var rólegt með flottum bassatakti og trommum. Það er margt í tónlist Ocean sem minnir á Prince og Stevie Wonder sem er ekki að undra því hann hefur einmitt talið þá til áhrifavalda sinna. Þegar nokkuð var liðið á tónleikana tók Ocean smellinn Pyramids sem er jafnvel betra þegar það er spilað „live“. Hann lauk svo tónleikunum á þeim orðum að hann væri maður fárra orða og kysi að enda hverja tónleika á laginu Wiseman. Setningin „In a dream you saw a way to survive and you were full of joy“ eftir listakonuna Jenny Holzer laust svo upp á skjáinn í þann mund sem tónlistarmaðurinn yfirgaf sviðið. Ocean er greinilega mikill tónlistarmaður og hæfileikaríkur söngvari og báru tónleikarnir þess vitni enda voru þeir vel lukkaðir í alla staði.Niðurstaða: Vel lukkaðir tónleikar efnilegs tónlistarmanns. Gagnrýni Tengdar fréttir Fjölmenni á Frank Ocean Það var gríðarleg stemning á tónleikum Frank Ocean í Laugardalshöllinni í kvöld og troðfullt út úr dyrum. 16. júlí 2013 22:35 Íslendingar óðir á Instagram á Frank Ocean Íslendingar fóru hamförum á Instagram á tónleikum Frank Ocean í Laugardalshöllinni í kvöld. 16. júlí 2013 21:30 Frank Ocean í íslenskri hönnun Tónlistarmaðurinn Frank Ocean er kominn til landsins. Hann keypti sér úlpu frá 66 gráður norður. 16. júlí 2013 10:56 Frank Ocean er mættur Bandaríski tónlistarmaðurinn Frank Ocean er mættur til landsins. 15. júlí 2013 18:20 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist: Frank Ocean, Sena, Laugardalshöll Bandaríski hiphop og RnB tónlistarmaðurinn Frank Ocean lauk Channel Orange-tónleikaferðalagi sínu í Laugardalshöll á þriðjudagskvöld. Það kom undirritaðri skemmtilega á óvart hversu einföld sviðsmyndin var; af einhverjum ástæðum hafði ég búist við fáklæddum dönsurum og hressum bakröddum, en þess í stað var hinn hæfileikaríki og eilítið hlédrægi Ocean í fyrrirúmi allan tímann. Þegar tónlistarmaðurinn gekk loks á sviðið ærðist salurinn og iPhone-símarnir ruku á loft (og héldust þar alla tónleikana). Smellurinn Novacane var annað lag kappans og tókst vel til þó bassatromman hafi á köflum verið of hávær, en því var kippt í liðinn um leið. Tvö rólegri lög fylgdu í kjölfarið og datt þá stemningin niður hjá yngri tónleikagestum (þeim sömu og munduðu símana). Ocean spjallaði lítið á milli laga en tók sér þó tíma til að mynda áhorfendaskarann og bað svo um leyfi tónleikagesta til að spila tvö ný lög, sem lofa svo sannarlega góðu um framhaldið. Síðara lagið var rólegt með flottum bassatakti og trommum. Það er margt í tónlist Ocean sem minnir á Prince og Stevie Wonder sem er ekki að undra því hann hefur einmitt talið þá til áhrifavalda sinna. Þegar nokkuð var liðið á tónleikana tók Ocean smellinn Pyramids sem er jafnvel betra þegar það er spilað „live“. Hann lauk svo tónleikunum á þeim orðum að hann væri maður fárra orða og kysi að enda hverja tónleika á laginu Wiseman. Setningin „In a dream you saw a way to survive and you were full of joy“ eftir listakonuna Jenny Holzer laust svo upp á skjáinn í þann mund sem tónlistarmaðurinn yfirgaf sviðið. Ocean er greinilega mikill tónlistarmaður og hæfileikaríkur söngvari og báru tónleikarnir þess vitni enda voru þeir vel lukkaðir í alla staði.Niðurstaða: Vel lukkaðir tónleikar efnilegs tónlistarmanns.
Gagnrýni Tengdar fréttir Fjölmenni á Frank Ocean Það var gríðarleg stemning á tónleikum Frank Ocean í Laugardalshöllinni í kvöld og troðfullt út úr dyrum. 16. júlí 2013 22:35 Íslendingar óðir á Instagram á Frank Ocean Íslendingar fóru hamförum á Instagram á tónleikum Frank Ocean í Laugardalshöllinni í kvöld. 16. júlí 2013 21:30 Frank Ocean í íslenskri hönnun Tónlistarmaðurinn Frank Ocean er kominn til landsins. Hann keypti sér úlpu frá 66 gráður norður. 16. júlí 2013 10:56 Frank Ocean er mættur Bandaríski tónlistarmaðurinn Frank Ocean er mættur til landsins. 15. júlí 2013 18:20 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Fjölmenni á Frank Ocean Það var gríðarleg stemning á tónleikum Frank Ocean í Laugardalshöllinni í kvöld og troðfullt út úr dyrum. 16. júlí 2013 22:35
Íslendingar óðir á Instagram á Frank Ocean Íslendingar fóru hamförum á Instagram á tónleikum Frank Ocean í Laugardalshöllinni í kvöld. 16. júlí 2013 21:30
Frank Ocean í íslenskri hönnun Tónlistarmaðurinn Frank Ocean er kominn til landsins. Hann keypti sér úlpu frá 66 gráður norður. 16. júlí 2013 10:56
Frank Ocean er mættur Bandaríski tónlistarmaðurinn Frank Ocean er mættur til landsins. 15. júlí 2013 18:20