Bleiki fíllinn Mikael Torfason skrifar 23. júlí 2013 07:00 Ríkisútvarpið hóf útsendingar 1930 og markaði það endalok reksturs einkaaðila á Akureyri og í Reykjavík á frjálsum útvarpsstöðvum. Ríkisútvarpið sendi fyrst út í sjónvarpi 1966 og fyrir 30 árum stofnaði Ríkisútvarpið poppstöð. Þremur árum síðar, 1986, var þjóðinni treyst til að reka frjálst útvarp. Bylgjan er fyrsta löglega einkarekna útvarpsstöðin á Íslandi og hefur frá upphafi þurft að keppa við ríkisstofnun með milljarða í forgjöf um auglýsingar og kostanir á þáttum. Og nú er hlutverk Ríkisútvarpsins og rekstur stofnunarinnar enn og aftur í deiglunni eftir að Alþingi ákvað að skipa milliliðalaust stjórn Ríkisútvarpsins. Sem ætti nú að vera eðlileg krafa þar sem stofnunin fær rúmlega 3 milljarða frá skattgreiðendum en fulltrúar almennings sitja á Alþingi. Í kjölfarið á þessum breytingum hefur einn þingmaður, Brynjar Níelsson, velt upp spurningunni hvort það sé forsvaranlegt að meðalfjölskyldu sé gert að verja 80 þúsund krónum á ári til stofnunar hvers hlutverk er óljóst. Páll Magnússon útvarpsstjóri svaraði Brynjari í grein og hélt því fram að ef Ríkisútvarpið hyrfi af markaði væru aðeins eftir tveir miðlar hér á landi, annar undir stjórn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og hinn undir stjórn Davíðs Oddssonar; rök sem eru sérkennileg. Jón Ásgeir ritstýrir engum miðlum 365 og hefur aldrei gert. Páll fer frjálslega með sannleikann með það fyrir augum að búa til grýlur. Bleiki fíllinn á markaðinum er Ríkisútvarpið. Auglýsingadeild stofnunarinnar hefur verið argað glórulaust á markað þar sem þau láta eins og þau séu að keppa á frjálsum markaði. Fulltrúar Ríkisútvarpsins bjóða á móti frjálsum aðilum í sjónvarpsefni, svo sem íþróttir og sápuóperur, og sprengja þannig upp verðið. Á því tapa allir landsmenn. Stofnunin er með öðrum orðum fullkomlega firrt gagnvart hlutverki sínu, sem er of óljóst. Það er enginn tilgangur með stofnuninni sem slíkri ef helsta keppikefli hennar er að bjóða upp á sjónvarpsefni sem markaðurinn sinnir vel. Ef einhver dugur væri í stjórnendum Ríkisútvarpsins myndi stofnunin ekki skilgreina sig í samkeppnisrekstri og þannig ætti hún að hætta umsvifalaust rekstri íþróttarásar og leggja niður Rás tvö svo dæmi séu tekin. Allir landsmenn eiga Ríkisútvarpið en Ríkisútvarpið á ekkert í hinum frjálsu miðlum. Stofnunin ætti að forðast að vera í samkeppni við eigendur sína. Henni ber að gæta virðingar sinnar því allt annað er til þess fallið að gera lítið úr annars merkri sögu Ríkisútvarpsins. Mikið svigrúm myndi skapast fyrir grósku á fjölmiðlamarkaði ef staða Ríkisútvarpsins spillti ekki rekstrargrundvelli fyrirtækja í greininni. Það er engin tilviljun að nýgræðingur er mestur í vefmiðlun, þar sem hamlað hefur verið gegn sókn Ríkisútvarpsins í auglýsingar. Öfugt við Ríkisútvarpið eiga frjálsir miðlar tilveru sína frá degi til dags undir því hvernig þeir standa sig. Trúverðugleiki og áhugi almennings á að nota þá er þeirra dýrmætasta eign. Ríkisútvarpið hefur ekkert umfram aðra þá er starfa að fréttamiðlun hér í landi fram að færa. Eða eins og Brynjar Níelsson bendir réttilega á þá eru frjálsir fréttamiðlar ekki lakari en „sá sem heyrir undir útvarpsstjóra“. Og hann spyr spurningarinnar sem við viljum svar við: „Er [Ríkisútvarpið] kannski bara fyrir stjórnmálamenn og starfsmenn Rúv til að ráðskast með almannafé?“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun
Ríkisútvarpið hóf útsendingar 1930 og markaði það endalok reksturs einkaaðila á Akureyri og í Reykjavík á frjálsum útvarpsstöðvum. Ríkisútvarpið sendi fyrst út í sjónvarpi 1966 og fyrir 30 árum stofnaði Ríkisútvarpið poppstöð. Þremur árum síðar, 1986, var þjóðinni treyst til að reka frjálst útvarp. Bylgjan er fyrsta löglega einkarekna útvarpsstöðin á Íslandi og hefur frá upphafi þurft að keppa við ríkisstofnun með milljarða í forgjöf um auglýsingar og kostanir á þáttum. Og nú er hlutverk Ríkisútvarpsins og rekstur stofnunarinnar enn og aftur í deiglunni eftir að Alþingi ákvað að skipa milliliðalaust stjórn Ríkisútvarpsins. Sem ætti nú að vera eðlileg krafa þar sem stofnunin fær rúmlega 3 milljarða frá skattgreiðendum en fulltrúar almennings sitja á Alþingi. Í kjölfarið á þessum breytingum hefur einn þingmaður, Brynjar Níelsson, velt upp spurningunni hvort það sé forsvaranlegt að meðalfjölskyldu sé gert að verja 80 þúsund krónum á ári til stofnunar hvers hlutverk er óljóst. Páll Magnússon útvarpsstjóri svaraði Brynjari í grein og hélt því fram að ef Ríkisútvarpið hyrfi af markaði væru aðeins eftir tveir miðlar hér á landi, annar undir stjórn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og hinn undir stjórn Davíðs Oddssonar; rök sem eru sérkennileg. Jón Ásgeir ritstýrir engum miðlum 365 og hefur aldrei gert. Páll fer frjálslega með sannleikann með það fyrir augum að búa til grýlur. Bleiki fíllinn á markaðinum er Ríkisútvarpið. Auglýsingadeild stofnunarinnar hefur verið argað glórulaust á markað þar sem þau láta eins og þau séu að keppa á frjálsum markaði. Fulltrúar Ríkisútvarpsins bjóða á móti frjálsum aðilum í sjónvarpsefni, svo sem íþróttir og sápuóperur, og sprengja þannig upp verðið. Á því tapa allir landsmenn. Stofnunin er með öðrum orðum fullkomlega firrt gagnvart hlutverki sínu, sem er of óljóst. Það er enginn tilgangur með stofnuninni sem slíkri ef helsta keppikefli hennar er að bjóða upp á sjónvarpsefni sem markaðurinn sinnir vel. Ef einhver dugur væri í stjórnendum Ríkisútvarpsins myndi stofnunin ekki skilgreina sig í samkeppnisrekstri og þannig ætti hún að hætta umsvifalaust rekstri íþróttarásar og leggja niður Rás tvö svo dæmi séu tekin. Allir landsmenn eiga Ríkisútvarpið en Ríkisútvarpið á ekkert í hinum frjálsu miðlum. Stofnunin ætti að forðast að vera í samkeppni við eigendur sína. Henni ber að gæta virðingar sinnar því allt annað er til þess fallið að gera lítið úr annars merkri sögu Ríkisútvarpsins. Mikið svigrúm myndi skapast fyrir grósku á fjölmiðlamarkaði ef staða Ríkisútvarpsins spillti ekki rekstrargrundvelli fyrirtækja í greininni. Það er engin tilviljun að nýgræðingur er mestur í vefmiðlun, þar sem hamlað hefur verið gegn sókn Ríkisútvarpsins í auglýsingar. Öfugt við Ríkisútvarpið eiga frjálsir miðlar tilveru sína frá degi til dags undir því hvernig þeir standa sig. Trúverðugleiki og áhugi almennings á að nota þá er þeirra dýrmætasta eign. Ríkisútvarpið hefur ekkert umfram aðra þá er starfa að fréttamiðlun hér í landi fram að færa. Eða eins og Brynjar Níelsson bendir réttilega á þá eru frjálsir fréttamiðlar ekki lakari en „sá sem heyrir undir útvarpsstjóra“. Og hann spyr spurningarinnar sem við viljum svar við: „Er [Ríkisútvarpið] kannski bara fyrir stjórnmálamenn og starfsmenn Rúv til að ráðskast með almannafé?“.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun