Körfubolti

Jakob á leið í hundrað þrista klúbbinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Örn Sigurðarson. Kemst hann í 100 þrista klúbbinn?
Jakob Örn Sigurðarson. Kemst hann í 100 þrista klúbbinn? Fréttablaðið/valli
Íslenska körfuboltalandsliðið leikur í kvöld lokaleik sinn í sínum riðli í undankeppni EM 2015 þegar Rúmenar koma í Laugardalshöllina og hefst leikurinn klukkan 19.15. Liðið var hársbreidd frá því að vinna Búlgara á þriðjudagskvöldið en Búlgarar tryggðu sér þar sæti í umspilinu.

Ísland og Rúmenía spila hinsvegar um annað sætið í riðlinum í kvöld sem verður mikilvægt hvað varðar styrkleikaröðun fyrir næstu undankeppni haustið 2014.

Jakob Örn Sigurðarson, bakvörður og lykilmaður í íslenska landsliðinu, á möguleika á því að ná flottum tímamótum á fjölum Hallarinnar í kvöld. Jakob skoraði tvær þriggja stiga körfur á móti Búlgaríu á þriðjudagskvöldið og hefur nú sett niður 99 þrista með A-landsliðinu.

Jakob á möguleika á því að verða tíundi landsliðsmaðurinn sem nær því að setja niður hundrað þriggja stiga körfur fyrir íslenska landsliðið en einn leikmaður liðsins í dag er þegar í 100-þrista klúbbnum. Logi Gunnarsson er í 6. sætinu með 138 þriggja stiga körfur.

Jakob hefur skorað 1,5 þrist að meðaltali í leik í sínum 68 landsleikjum en hann hefur skorað nær helming þessara þriggja stiga karfa (47 af 99) eftir að Peter Öqvist tók við liðinu en Svíinn hefur einnig þjálfað Jakob hjá Sundsvall Dragons frá árinu 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×