Margt býr í tóminu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. ágúst 2013 11:00 "Það er spennandi að taka eitthvað risastórt eins og tómið og fjalla um það á einfaldan og skemmtilegan hátt,“ segir Ragnheiður Harpa. Tómið -fjölskyldusýning er í líkingu við ljóðakvöld þar sem hver fjölskyldumeðlimur ber fram sína sýn á tómið. Þetta er svona afsökun til að koma saman og búa til smá leikrit. Það er spennandi að taka eitthvað risastórt eins og tómið og fjalla um það á einfaldan og skemmtilegan hátt. Samt ekkert skrifað handrit,“ segir Ragnheiður Harpa Leifsdóttir um atriði sitt í Iðnó á opnunardegi leiklistarhátíðarinnar Lókals, 28. ágúst. „Við systkinin erum fjögur, fæddumst á sex árum og erum mjög lík,“ segir Ragnheiður og sýnir fjölskyldumynd sem hún segir vera útgangspunkt á sýningunni. Þar sjást faðir hennar, Leifur Björn Björnsson, móðirin Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir og börnin í aldursröð: Ragnheiður Harpa, Rakel, Viktor og Íris. „Þráðurinn er þessi mynd sem var tekin fyrir fimmtán árum, rétt áður en við fluttum heim frá Bandaríkjunum. Við erum svolítið að endurskapa hana og fylla upp í minningarnar sem tengjast henni þar sem um tóm er að ræða. Leikum okkur að því hvernig fjölskyldan er eins og móðurskip þar sem hver og einn er með sinn karakter og allir svífa saman út í tómið þar sem óvissan bíður, hver með sitt sjálf en samt hluti af heild.“ Ragnheiður er elst systkinanna. Hún hefur samið, sett upp og tekið þátt í fjölda gjörninga, leiksýninga og innsetninga en segir aðra í fjölskyldunni ekki vera í leikhúsi að staðaldri. „Mamma er fjölmiðlafræðingur, kennari og nuddari, pabbi er tölvunarfræðingur og saman reka þau fyrirtæki. Eldri systir mín er söngkona, bróðir minn er dansari og litla systir er rétt að klára menntaskóla og veit ekkert hvað hún vill gera. Það er spennandi og alger óvissa sem hægt er að tengja við tómið,“ bendir Ragnheiður á og segir gesti líka koma við sögu í sýningunni – rétt eins og í kaffiboði. „Við fléttum líka inn í gamaldags söngskemmtun,“ upplýsir hún. Augun hvarfla að myndinni sem sýningin byggist á. „Allir þessir litlu ljósu kollar ætla að fara að fjalla um tómið sem getur verið svo myrkt og magnað en um leið fallegt og hversdagslegt því það er allt í kringum okkur. Við getum hugsað okkur tómt glas eða tómt hús – já, það á vel við því öll börnin eru flutt að heiman,“ segir Ragnheiður Harpa og bætir við hlæjandi: „En það gæti verið áhugavert að endurtaka myndatökuna núna. Íris er orðin stærst af okkur öllum og ég mundi líklega ekkert sjást á nýju myndinni.“ Alvarleg aftur: „Svona er hægt að tvinna inn í þetta endalausar myndir… Það er svo margt sem býr í tóminu.“ Á vefnum www.lokal.is er hægt að fræðast um hátíðina í heild. Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Tómið -fjölskyldusýning er í líkingu við ljóðakvöld þar sem hver fjölskyldumeðlimur ber fram sína sýn á tómið. Þetta er svona afsökun til að koma saman og búa til smá leikrit. Það er spennandi að taka eitthvað risastórt eins og tómið og fjalla um það á einfaldan og skemmtilegan hátt. Samt ekkert skrifað handrit,“ segir Ragnheiður Harpa Leifsdóttir um atriði sitt í Iðnó á opnunardegi leiklistarhátíðarinnar Lókals, 28. ágúst. „Við systkinin erum fjögur, fæddumst á sex árum og erum mjög lík,“ segir Ragnheiður og sýnir fjölskyldumynd sem hún segir vera útgangspunkt á sýningunni. Þar sjást faðir hennar, Leifur Björn Björnsson, móðirin Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir og börnin í aldursröð: Ragnheiður Harpa, Rakel, Viktor og Íris. „Þráðurinn er þessi mynd sem var tekin fyrir fimmtán árum, rétt áður en við fluttum heim frá Bandaríkjunum. Við erum svolítið að endurskapa hana og fylla upp í minningarnar sem tengjast henni þar sem um tóm er að ræða. Leikum okkur að því hvernig fjölskyldan er eins og móðurskip þar sem hver og einn er með sinn karakter og allir svífa saman út í tómið þar sem óvissan bíður, hver með sitt sjálf en samt hluti af heild.“ Ragnheiður er elst systkinanna. Hún hefur samið, sett upp og tekið þátt í fjölda gjörninga, leiksýninga og innsetninga en segir aðra í fjölskyldunni ekki vera í leikhúsi að staðaldri. „Mamma er fjölmiðlafræðingur, kennari og nuddari, pabbi er tölvunarfræðingur og saman reka þau fyrirtæki. Eldri systir mín er söngkona, bróðir minn er dansari og litla systir er rétt að klára menntaskóla og veit ekkert hvað hún vill gera. Það er spennandi og alger óvissa sem hægt er að tengja við tómið,“ bendir Ragnheiður á og segir gesti líka koma við sögu í sýningunni – rétt eins og í kaffiboði. „Við fléttum líka inn í gamaldags söngskemmtun,“ upplýsir hún. Augun hvarfla að myndinni sem sýningin byggist á. „Allir þessir litlu ljósu kollar ætla að fara að fjalla um tómið sem getur verið svo myrkt og magnað en um leið fallegt og hversdagslegt því það er allt í kringum okkur. Við getum hugsað okkur tómt glas eða tómt hús – já, það á vel við því öll börnin eru flutt að heiman,“ segir Ragnheiður Harpa og bætir við hlæjandi: „En það gæti verið áhugavert að endurtaka myndatökuna núna. Íris er orðin stærst af okkur öllum og ég mundi líklega ekkert sjást á nýju myndinni.“ Alvarleg aftur: „Svona er hægt að tvinna inn í þetta endalausar myndir… Það er svo margt sem býr í tóminu.“ Á vefnum www.lokal.is er hægt að fræðast um hátíðina í heild.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira