Snorri Steinn puttabrotinn Stefán Árni Pálsson skrifar 5. september 2013 08:30 Snorri Steinn og félagar í GOG setja stefnuna á úrslitakeppnina í dönsku úrvalsdeildinni. Leikmaðurinn telur það raunhæft. fréttablaðið/VIlhelm Snorri Steinn Guðjónsson byrjar tímabilið ekki vel í Danmörku en leikmaðurinn fór úr lið og virðist einnig hafa fingurbrotnað á æfingu hjá liði sínu GOG í vikunni. GOG er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni og fór vel af stað í fyrstu umferðinni er liðið bar sigur úr býtum gegn Nordsjælland, 35-23, en nú er staðan sú að leikstjórnandi liðsins verður frá næstu vikurnar og óvíst hvenær Snorri Steinn verður kominn aftur á völlinn. „Þetta gerðist þegar ég átti síðasta skot æfingarinnar,“ segir Snorri Steinn í samtali við Fréttablaðið í gær. Snorri var upptekinn við eldamennsku þegar blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af leikmanninum en eldhúsverkin höfðu vafist örlítið fyrir honum, enda mikið meiddur á fingri. „Ég varð fyrir því óláni að fylgja skotinu of mikið eftir með þeim afleiðingum að puttinn á mér fór einhvern veginn í ennið á manninum fyrir framan mig.“ Snorri fór því næst úr lið á fingrinum og líklega brotnaði hann einnig lítillega. „Það á eftir að skoða þetta betur og læknir liðsins hefur áframsent röntgenmynd til sérfræðings. Það er því ekki ljóst hversu lengi ég verð frá.“ GOG Håndbold komst á ný í úrvalsdeildina í ár eftir þriggja ára fjarveru en félagið varð gjaldþrota árið 2010 og varð að hefja keppni í dönsku C-deildinni eftir fjárhagsvandræðin. Snorri Steinn lék áður með liðinu á árunum 2007-2009. „Ég átti von á því að liðið myndi styrkja sig meira fyrir komandi tímabil og það hafði verið gefið sterklega til kynna við mig þegar ég skrifaði undir við GOG,“ segir Snorri en leikmaðurinn gerði þriggja ára samning við félagið í lok árs 2012. „Við ætlum okkur samt sem áður að komast í úrslitakeppnina og ég tel það raunhæft markmið. Þetta verður fróðlegur vetur fyrir félagið enda margir ungir strákar að stíga sín fyrstu skref í handboltanum.“ Snorri Steinn lék einnig áður með danska félaginu AG København, sem var stjörnum prýtt lið og eigandinn vel efnaður. Félagið fór í gjaldþrot en nú er komið nýtt risalið í Danmörku, KIF Kolding København. „Þeir verða gríðarlega sterkir í vetur og eiga sennilega eftir að fara alla leið í dönsku deildinni. Ég sé ekkert annað lið eiga í raun möguleika í Kolding. Það er bara spurning hversu langt þeir fara í Meistaradeild Evrópu. Ég efast um það að liðið fari eins langt og við náðum í AG á sínum tíma en maður veit aldrei, þeir geta verið heppnir með drátt og annað.“ Handbolti Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson byrjar tímabilið ekki vel í Danmörku en leikmaðurinn fór úr lið og virðist einnig hafa fingurbrotnað á æfingu hjá liði sínu GOG í vikunni. GOG er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni og fór vel af stað í fyrstu umferðinni er liðið bar sigur úr býtum gegn Nordsjælland, 35-23, en nú er staðan sú að leikstjórnandi liðsins verður frá næstu vikurnar og óvíst hvenær Snorri Steinn verður kominn aftur á völlinn. „Þetta gerðist þegar ég átti síðasta skot æfingarinnar,“ segir Snorri Steinn í samtali við Fréttablaðið í gær. Snorri var upptekinn við eldamennsku þegar blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af leikmanninum en eldhúsverkin höfðu vafist örlítið fyrir honum, enda mikið meiddur á fingri. „Ég varð fyrir því óláni að fylgja skotinu of mikið eftir með þeim afleiðingum að puttinn á mér fór einhvern veginn í ennið á manninum fyrir framan mig.“ Snorri fór því næst úr lið á fingrinum og líklega brotnaði hann einnig lítillega. „Það á eftir að skoða þetta betur og læknir liðsins hefur áframsent röntgenmynd til sérfræðings. Það er því ekki ljóst hversu lengi ég verð frá.“ GOG Håndbold komst á ný í úrvalsdeildina í ár eftir þriggja ára fjarveru en félagið varð gjaldþrota árið 2010 og varð að hefja keppni í dönsku C-deildinni eftir fjárhagsvandræðin. Snorri Steinn lék áður með liðinu á árunum 2007-2009. „Ég átti von á því að liðið myndi styrkja sig meira fyrir komandi tímabil og það hafði verið gefið sterklega til kynna við mig þegar ég skrifaði undir við GOG,“ segir Snorri en leikmaðurinn gerði þriggja ára samning við félagið í lok árs 2012. „Við ætlum okkur samt sem áður að komast í úrslitakeppnina og ég tel það raunhæft markmið. Þetta verður fróðlegur vetur fyrir félagið enda margir ungir strákar að stíga sín fyrstu skref í handboltanum.“ Snorri Steinn lék einnig áður með danska félaginu AG København, sem var stjörnum prýtt lið og eigandinn vel efnaður. Félagið fór í gjaldþrot en nú er komið nýtt risalið í Danmörku, KIF Kolding København. „Þeir verða gríðarlega sterkir í vetur og eiga sennilega eftir að fara alla leið í dönsku deildinni. Ég sé ekkert annað lið eiga í raun möguleika í Kolding. Það er bara spurning hversu langt þeir fara í Meistaradeild Evrópu. Ég efast um það að liðið fari eins langt og við náðum í AG á sínum tíma en maður veit aldrei, þeir geta verið heppnir með drátt og annað.“
Handbolti Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira