Það er alltaf frábært veður hérna eins og á Akureyri Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. október 2013 10:00 Arnór er loksins orðinn heill heilsu og sér fram á bjartari tíma á næstu mánuðum. Mynd/Valli „Lífið er stórkostlegt. Okkur líður mjög vel hérna og erum smám saman að komast inn í hlutina,“ segir Arnór Atlason hress og kátur. Hann söðlaði um í sumar og samdi til þriggja ára við franska félagið St. Raphael. Það er um 30 þúsund manna bær á Frönsku Rívíerunni. Arnór segir bæinn afar notalegan og veðrið sé að sjálfsögðu mikill bónus. „Þetta er bara eins og Akureyri. Það er líka alltaf frábært veður hérna eins og á Akureyri.“ Það hefur mikið gengið á undanfarið ár hjá landsliðsmanninum. Skömmu eftir að hann samdi við franska félagið þá sleit hann hásin. Það hélt honum frá æfingum og keppni svo mánuðum skipti. Er hann kom síðan út til Frakklands dundi annað áfall yfir. „Ég puttabrotnaði nánast um leið og ég kom út. Ég missti því alveg af undirbúningstímabilinu hjá okkur. Ég kom inn í hóp er deildin byrjaði og spilaði mjög lítið í upphafi enda nýbyrjaður að spila. Ég er sífellt að fá meiri spiltíma og í dag spila ég kannski 30 mínútur í leik,“ segir Arnór. Hann er fjölhæfur leikmaður og getur leysti bæði skyttustöðuna og miðjuna. Hann spilar þó eingöngu á miðjunni hjá St. Raphael líkt og hann hefur gert með sínum félagsliðum. Hann spilar nær eingöngu skyttu með landsliðinu. Leikmaðurinn er orðinn algjörlega heill heilsu og kennir sér ekki lengur meins. „Þetta var erfitt í byrjun, ég get alveg viðurkennt það. Vonandi er komið nóg af meiðslum í bili. Ég finn ekkert til í puttanum og hásinin truflar mig ekki að neinu leyti. Ég get alveg spilað af fullum krafti.“ Arnór segir franska handboltann nokkuð góðan. „Þetta er hörkudeild og við höfum farið þokkalega af stað. Erum í fjórða sæti. Við töpuðum tveim leikjum sem við áttum að vinna. Það vantar smástöðugleika hjá okkur. Sjö bestu liðin hér eru mjög góð. Svo eru líka slakari lið eins og alls staðar. Þetta er jöfn deild fyrir utan Paris sem er með frábært lið. Liðin í deildinni hér hafa styrkt sig mikið síðustu ár,“ segir Arnór og bætir við að ágætlega sé mætt á völlinn. Akureyringurinn kunni ekkert í frönsku er hann fór út en segir að það gangi ágætlega að læra frönskuna. Hann er farinn að geta tjáð sig lítillega. „Ég er aðeins farinn að láta heyra í mér. Ég og tveir Danir sem komu líka í sumar erum saman í frönskutímum. Það er alltaf gaman að læra nýtt tungumál. Ég er að veða búinn að læra þau nokkur núna,“ segir Arnór en hann talar einnig reiprennandi dönsku og þýsku. Það styttist í Evrópumótið í Danmörku og landsliðið kemur saman á næstu dögum í æfingabúðum. Arnór bíður spenntur eftir því. „Ég er ekki farinn að horfa alveg á EM. Eftir öll þessi meiðsli þá horfi ég ekki lengra en fram í næstu viku. Ég hlakka mikið til að hitta strákana í landsliðinu. Ég hef ekki verið mikið með vegna meiðslanna fyrir utan síðasta sumar. Þá var ég ekki í neinu formi til að spila landsleiki. Nú er ég á leiðinni upp aftur og það verður gaman að láta til sín taka á nýjan leik.“ Handbolti Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
„Lífið er stórkostlegt. Okkur líður mjög vel hérna og erum smám saman að komast inn í hlutina,“ segir Arnór Atlason hress og kátur. Hann söðlaði um í sumar og samdi til þriggja ára við franska félagið St. Raphael. Það er um 30 þúsund manna bær á Frönsku Rívíerunni. Arnór segir bæinn afar notalegan og veðrið sé að sjálfsögðu mikill bónus. „Þetta er bara eins og Akureyri. Það er líka alltaf frábært veður hérna eins og á Akureyri.“ Það hefur mikið gengið á undanfarið ár hjá landsliðsmanninum. Skömmu eftir að hann samdi við franska félagið þá sleit hann hásin. Það hélt honum frá æfingum og keppni svo mánuðum skipti. Er hann kom síðan út til Frakklands dundi annað áfall yfir. „Ég puttabrotnaði nánast um leið og ég kom út. Ég missti því alveg af undirbúningstímabilinu hjá okkur. Ég kom inn í hóp er deildin byrjaði og spilaði mjög lítið í upphafi enda nýbyrjaður að spila. Ég er sífellt að fá meiri spiltíma og í dag spila ég kannski 30 mínútur í leik,“ segir Arnór. Hann er fjölhæfur leikmaður og getur leysti bæði skyttustöðuna og miðjuna. Hann spilar þó eingöngu á miðjunni hjá St. Raphael líkt og hann hefur gert með sínum félagsliðum. Hann spilar nær eingöngu skyttu með landsliðinu. Leikmaðurinn er orðinn algjörlega heill heilsu og kennir sér ekki lengur meins. „Þetta var erfitt í byrjun, ég get alveg viðurkennt það. Vonandi er komið nóg af meiðslum í bili. Ég finn ekkert til í puttanum og hásinin truflar mig ekki að neinu leyti. Ég get alveg spilað af fullum krafti.“ Arnór segir franska handboltann nokkuð góðan. „Þetta er hörkudeild og við höfum farið þokkalega af stað. Erum í fjórða sæti. Við töpuðum tveim leikjum sem við áttum að vinna. Það vantar smástöðugleika hjá okkur. Sjö bestu liðin hér eru mjög góð. Svo eru líka slakari lið eins og alls staðar. Þetta er jöfn deild fyrir utan Paris sem er með frábært lið. Liðin í deildinni hér hafa styrkt sig mikið síðustu ár,“ segir Arnór og bætir við að ágætlega sé mætt á völlinn. Akureyringurinn kunni ekkert í frönsku er hann fór út en segir að það gangi ágætlega að læra frönskuna. Hann er farinn að geta tjáð sig lítillega. „Ég er aðeins farinn að láta heyra í mér. Ég og tveir Danir sem komu líka í sumar erum saman í frönskutímum. Það er alltaf gaman að læra nýtt tungumál. Ég er að veða búinn að læra þau nokkur núna,“ segir Arnór en hann talar einnig reiprennandi dönsku og þýsku. Það styttist í Evrópumótið í Danmörku og landsliðið kemur saman á næstu dögum í æfingabúðum. Arnór bíður spenntur eftir því. „Ég er ekki farinn að horfa alveg á EM. Eftir öll þessi meiðsli þá horfi ég ekki lengra en fram í næstu viku. Ég hlakka mikið til að hitta strákana í landsliðinu. Ég hef ekki verið mikið með vegna meiðslanna fyrir utan síðasta sumar. Þá var ég ekki í neinu formi til að spila landsleiki. Nú er ég á leiðinni upp aftur og það verður gaman að láta til sín taka á nýjan leik.“
Handbolti Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira